Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 15:00

LET: Ólafía Þórunn hefur keppnistímabilið í Frakklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik á morgun á sínu fyrsta móti á keppnistímabilinu. Ólafía mun leika á Terre Blanche mótinu sem fram fer í Frakklandi og er mótið hluti af næst sterkustu mótaröð Evrópu, LET Access mótaröðinni. Ólafía er með keppnisrétt á LET European mótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu en hún mun leika á sínu fyrsta móti á þeirri mótaröð í Marokkó í byrjun maí. Ólafía lék á 15 mótum á LET Access mótaröðinni í fyrra á sínu fyrsta tímabili sem atvinnukylfingur. Hún endaði í 14. sæti á stigalistanum og náði góðum árangri á mörgum mótum. Ólafía tryggði sér keppnisrétt á LET European mótaröðinni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Húbertsson – 30. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 73 ára afmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (58 ára); Jenny Lidback, 30. mars 1963 (53 ára); Ólafur Hreinn Jóhannesson, 30. mars 1968 (48 ára); Chloe Rogers, 30. mars 1985 (31 árs); Connor Arendell, 30. mars 1990 (26 ára) … og … Audur Jonsdottir F. 30. mars 1973 (43 ára) Sigurður U. Sigurðsson F. 30. mars 1963 (53 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 10:00

Óvíst hvort Tiger verður með á Masters

Umboðsmaður Tiger Woods neitar að útiloka að fyrrum nr. 1 taki þátt í Masters risamótinu sem hefst í næstu viku. Ekki fæst staðfest hvort Tiger verði með eða verði ekki með. Hinn 14 faldi risamótameistari (Tiger) hefir ekki keppt opinberlega síðan í Wyndham Championship í ágúst sl. þar sem hann varð T-10. Hann hefir verið að ná sér eftir bakuppskurði og hefir í millitíðinni fallið niður í 472. sætið á heimslistanum. Sjá má myndskeið af Tiger þar sem hann er að leika sér í golfhermi með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 08:00

Sjáið körfu Bubba Watson á Orlando Magic leik

Kylfingurinn Bubba Watson fór á körfuboltaleik í Orlando og fékk að sýna snilli sína á körfuboltaleikvanginum. Hægt er að sjá körfu Bubba með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gerina Piller ———- 29. mars 2016

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Gerina Piller, en hún er fædd 29. mars 1985 og á því 30 ára stór-afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ernest Joseph (E. J.) „Dutch“ Harrison f. 29. mars 1910 – 19. júní 1982; Sue Fogleman, 29. mars 1956 (60 ára stórafmæli!!!) spilaði á LPGA; Gunnar Páll Þórisson GKG, 29. mars 1961 (55 ára); Kirk Allan Triplett, 29. mars 1962 (54 ára); Lori Atsedes 29. mars 1964 (52 ára); …. og …. Toggi Bjöss F. 29. mars 1944 (72 ára) Gudrun Þórs F. 29. mars 1972 (44 ára) Ingimar Kr Jónsson F. 29. mars 1970 (46 ára) Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Stephanie Kono (27/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 24 stúlkur verið kynntar og nú um páskana verða kynntar þær 4 sem deildu 22. sætinu en það eru: Wichanee Meechai frá Thaílandi; Ally McDonald, frá Bandaríkjunum; Stephanie Kono frá Bandaríkjunum og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 10:00

Sveifla Donald Trump

Svo sem flestir vita er milljarðamæringurinn Donald Trump í prófkjöri fyrir Repúblíkanaflokkinn til embættis Bandaríkjaforseta. Hann reynir að höfða til allra til þess að kjósa hann m.a. kylfinga, en Trump spilar golf og á nokkra lúxus-golfstaði. Golf Digest hefir tekið saman myndir af sveiflu Donald Trump. Sjá má myndaseríu GD af golfsveiflu Trump með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 09:00

Golfgrín á þriðjudegi

Hér er enn annar brandari sem ekki verður þýddur:


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 07:45

Rory tekur ekki þátt í par-3 mótinu á Masters

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, mun ekki taka þátt í par-3 mótinu fyrir Masters risamótið sem hefst í næstu viku. Hann vill einbeita sér að sigri í fyrsta risamóti ársins og því sem honum hefir ekki enn tekist að sigra í. Par-3 mótið er hefð a Masters og fer alltaf fram á miðvikudeginum í mótavikunni. Fjölskyldur atvinnukylfinganna fá að taka þátt og þetta er meira skemmtimót en nokkuð annað, markmiðið að fá þátttakendur til að slaka á. Það sem er áhugavert er að engum hefir tekist að sigra í par-3 mótinu og síðan á sjálfu Masters risamótinu á sama ári. Rory staðfesti í viðtali að hann muni ekki taka Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2016 | 07:00

WGC: Jason Day heimsmeistari í holukeppni!

Það var Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á heimsmeistaramótinu í holukeppni. Hann vann Rafa Cabrera Bello í undanúrslitunum og keppti til úrslita á móti Louis Oosthuizen, eftir að hafa haft betur gegn sjálfum Rory McIlroy í undanúrslitunum. Það voru því Day og Oosthuizen sem börðust um heimsmeistaratitilinn, sem lauk með fremur auðveldum sigri Jason Day, 5&4.  Fyrir sigurinn hlaut Day litlar $1,620,000. Þeir Cabrera Bello og Rory léku síðan um þriðja sætið, sem Cabrera Bello vann 3&2. Sjá má úrslit í öðrum viðureignum heimsmeistaramótsins í holukeppni með því að SMELLA HÉR: