Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2016 | 10:00

Óvíst hvort Tiger verður með á Masters

Umboðsmaður Tiger Woods neitar að útiloka að fyrrum nr. 1 taki þátt í Masters risamótinu sem hefst í næstu viku.

Ekki fæst staðfest hvort Tiger verði með eða verði ekki með.

Hinn 14 faldi risamótameistari (Tiger) hefir ekki keppt opinberlega síðan í Wyndham Championship í ágúst sl. þar sem hann varð T-10.

Hann hefir verið að ná sér eftir bakuppskurði og hefir í millitíðinni fallið niður í 472. sætið á heimslistanum.

Sjá má myndskeið af Tiger þar sem hann er að leika sér í golfhermi með því að SMELLA HÉR: