Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 11:11
Ólöf María endaði í 31. sæti á Írlandi

Ólöf María Einarsdóttir, úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, lék á Opna írska stúlknamótinu sem fram fór á Roganstow vellinum um helgina. Ólöf María, sem lék áður fyrir Hamar á Dalvík, er fædd í apríl árið 1999 og er hún 17 ára gömul. Ólöf María endaði í 31. sæti á 16 höggum yfir pari vallar (71-73-85) 229 högg. Sigurvegari mótsins var norski kylfingurinn Celine Borgen en hún lék á pari vallar samtals. Sjá má lokastöðuna á Opna írska stúlknamótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 10:25
Hver er kylfingurinn: Minjee Lee?

Í gær sigraði ástralski kylfingurinn Minjee Lee Lotte Championship á Hawaii og vann þar með sinn 2. sigur (ef ekki 3. á LPGA mótaröðinni!) Hver er þessi fallegi, hæfileikaríki kylfingur? Minjee Lee fæddist 27. maí 1996 og verður því 20 ára í næsta mánuði. Hún er frá Perth í Ástralíu. Minjee varð nr. 1 á heimslista áhugamanna í golfi 26. febrúar 2014 eftir sigur á Oates Victorian Open á ástralska ALPG túrnum. Hún hafði þó stutta viðdvöl þar því í september 2014 varð Minjee atvinnumaður í golfi. Golf World tók við það tækifæri eftirfarandi viðtal við Minjee SMELLIÐ HÉR: Meðal stærstu sigra hennar sem áhugamanns eru U.S. Girls’ Junior (árið 2012) og eins Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 10:00
GK: Drífið ykkur á helgargolfnámskeið!

Nú þegar golftímabilið er við það að hefjast með fullum þunga er um að gera að skella sér á námskeið í golfi til þess að vera sem best búin/n undir sumarið! Boðið er upp á helgarnámskeið í Hraunkoti. Námskeiðin eru fimm tímar og hentar vel bæði þeim sem eru að byrja eða eru lengra komin. Farið er yfir öll helstu grunnatriði í púttum, vippum og sveiflu. Þetta er sem segir fín leið til þess að byrja tímabilið á sem bestan hátt. Kennarar eru Karl Ómar og Björn Kristinn PGA golfþjálfarar hjá Keili NÁMSKEIÐ UM HELGAR 1) laugardagur 30. apríl og sunnudagur 1. maí kl. 9:30 til 12:00 eða 2) laugardagur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 08:30
Rory og Monty meðal þeirra örlátustu

Sunday Times birti í gær (17. apríl 2016) lista yfir það fræga fólk (ens.: celebrities) sem eru hvað örlátast að gefa til góðgerðarmála á Bretlandseyjum. Meðal topp-10 eru þrír íþróttamenn og eru tveir þeirra kylfingar þ.e. Rory McIlroy og Colin Montgomerie (Monty). Þriðji íþróttamaðurinn er fótboltagoðsögn Manchester United og Real Madrid, David Beckham, sem er í 3. sæti og gefur meira en framangreindir kylfingar til samans. Sá sem er á toppi listans er söngvarinn Elton John en hann gaf £26.8milljónir (rúma 5 milljarða íslenskra króna) til góðgerðarmála. Rory gaf rúma £1milljón (u.þ.b. 176 milljónir íslenskra króna) og er nr. 8 á listanum yfir þá örlátustu. Hann varði fé sínu þ.e. £780,000 til eigin styrktarstofnunar, sem styrkir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 08:00
PGA: Hvað var í sigurpoka Grace?

Eftirfarandi var í sigurpoka Branden Grace, sem sigraði á RBC Heritage: Dræver: Callaway XR16 Sub Zero (Fujikura Six Tour Spec 60X skaft), 8.5 ° 3-tré: Callaway Big Bertha Alpha 816 (Fujikura Speeder 757X Evolution skaft), 16 ° Utility járn: Callaway Apex UT (3-járn; True Temper Project X 6.5 skaft) Járn: Callaway X Forged ’13 (4-PW; True Temper Project X 6.5 sköft) Fleygjárn: Callaway Mack Daddy 2 Tour Grind (52-10T, 56-11T and 60-9T °; True Temper Project X 6.5 sköft) Pútter: Odyssey Versa V Line (White-Black-White) Bolti: Titleist Pro V1x
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2016 | 01:14
PGA: Grace sigraði á RBC

Það var Branden Grace frá Suður-Afríku, sem sigraði á RBC Heritage. Sigurskor Grace var 9 undir pari, 275 högg (66 74 69 66). Í 2. sæti urðu Luke Donald og Russel Knox frá Skotlandi, tveimur höggum á eftir eða á 7 undir pari. Nýliðinn snaggaralegi, með skrítnu kylfurnar, Bryson de Chambeau og Kevin Na deildu síðan 4. sætinu á 5 undir pari, hvor. Sjá má viðtal við Grace eftir sigurinn með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings RBC Heritage með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á RBC Heritage með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 20:00
GM: Anton Ingi sigraði á Opna Vorboðanum

Í gær, 16. apríl 2016 fór fram Opni Vorboðinn, punktamót hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Það var Norðanmaðurinn Anton Ingi Þorsteinsson, GA, sem kom, sá og sigraði. Hann var bæði á fínu skori, 75 höggum og sigraði í punktakeppninni var með 39 punkta (20 19). Í 2. sæti, einnig á 39 punktum (21 18) var Dagur Þórhallsson úr GKG. Í 3. sæti var síðan Sveinn Snorri Sverrisson, GKB á 38 punktum (16 22). Haraldur Sverrisson, GM var einnig á 38 punktum en með færri punkta á seinni 9 (18 20). Alls luku 127 kylfingar leik í mótinu; þar af 14 kvenkylfingar. Af þeim stóð sig best Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, en hún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 19:00
Hver er kylfingurinn: Andrew Johnston?

Enski kylfingurinn, Andrew Johnston, sigraði í dag á Andrew Johnston fæddist í London, Englandi, 18. febrúar 1989 og er því 27 ára. Hann var mjög efnilegur áhugamaður og var m.a. í strákaliði Breta&Íra á Jacques Léglise Trophy. Johnston gerðist atvinnumaður 2009 og sigraði fyrsta mót sitt sem atvinnumaður sama ár á Jamega Tour, sem m.a. Þórður Rafn „okkar“ Gissurarson hefir keppt á. Keppnistímabilið 2010 spilaði Johnston á Jamega Tour, PGA EuroPro Tour og var farin að fá boð í mót á Áskorendamótaröðina (ens. Challenge Tour). En „break-through-ið“ kom á keppnistímabilinu 2011. Hann spilaði á fyrsta mótinu sínu á Evróputúrnum í Alfred Dunhill Championship í Suður-Afríku og vegna góðs árangurs þar fékk hann að taka Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 18:00
Evróputúrinn: Johnston sigraði á Opna spænska

Það var fremur óþekktur enskur kylfingur, Andrew Johnston, sem sigraði á Opna spænska. Johnston lék á samtals 1 yfir pari, 285 höggum (67 74 74 70). Þetta er fyrsti sigur Johnston á Evrópumótaröðinni og fyrir vikið fær hann 333.330 pund (um 58 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé. Í 2. sæti varð Hollendingurinn Joost Luiten, 1 höggi á eftir. Heimamaðurinn Sergio Garcia varð í 3. sæti á 3 yfir pari. Já, Valderrama lék bestu kylfinga Evrópu grátt; ekkert heildarskor var yfir pari! Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2016

Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GKG 2012 og 2013, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og á því 27 ára afmæli í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (50 ára stórafmæli!!!); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012); John Gallacher 17. apríl 1981 (35 ára) … og … Helgi Ómar Pálsson, GA F. 17. apríl 1962 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

