Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2022 | 20:00

NGL: Axel lauk keppni T-14 á Sydbank Road mótinu

Axel Bóasson, GK, er á meðal keppenda á lokamóti tímabilsins á Nordic atvinnumótaröðinni, „Sydbank Road to Europe Final – by Møn Golfresort“ sem fram fer dagana 19.-21. október.

Þrefaldi Íslandsmeistarinn úr Hafnarfirði lék frábært golf á 1. hringnum af alls þremur eða 65 höggum. Hann var jafn í öðru sæti, aðeins höggi frá efsta sætinu eftir 1. dag. Axel fékk alls átta fugla 1. daginn og tapaði aðeins einu höggi. Hann lék síðustu 11 holur dagsins á 7 höggum undir pari vallar.

Næstu tvo daga lék Axel á 71 og 72 höggum og lauk keppni á samtals 8 undir pari, 208 höggum (65 71 72) og T-14, sem er frábær árangur!

Sigurvegari í mótinu varð Daninn Jeppe Kristian Andersen, en hann lék á samtals 17 undir pari, 199 höggum (70 64 65).

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Axel Bóasson. Mynd: GSÍ