Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2022 | 18:00

PGA: Keegan Bradley sigraði á ZOZO meistaramótinu

Mót vikunnar á PGA Tour var ZOZO Championship.

Mótið fór fram dagana 13.-16. október s.l. og var mótsstaður Accordia Golf Narashino Country Club, í Chiba, Japan.

Sigurvegari mótsins nú í ár var bandaríski kylfingurinn Keegan Bradley.

Sigurskor Bradley var 15 undir pari, 265 högg (66 65 66 68).

Öðru sætinu deildu þeir Ricky Fowler og Andrew Putnam, báðir á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á ZOZO Championship með því að SMELLA HÉR: