Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: John Inman – 26. nóvember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er John Samuel Inman. Inman er fæddur 26. nóvember 1962 í Greensboro, Norður-Karólínu og fagnar því 60 ára merkisafmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í liði Bandaríkjanna í Eisenhower Trophy. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1985. Inman spilaði á PGA Tour á árunum 1987–1996 og sigraði tvívegis: á Provident Classic mótinu, árið 1987 og Buick Southern Open, árið 1993. Hann er kvæntur Patti Arnold. Í dag spilar Inman á Champions Tour, Öldungamótaröð PGA Tour. Besti árangur Inman í risamóti er T-14 árangur í Opna bandaríska, árið 1990.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Christopher James (alltaf nefndur Chris) Wood, 26. nóvember 1987 (35 ára); Louise Parks, 26. nóvember 1953 (69 ára) …. og …