GHD: Erla Adolfs og Arnór Snær klúbbmeistarar 2018
Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram dagana 4.-7. júlí sl. á Arnarholtsvelli. Þátttakendur voru 23 sem kepptu í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GHD 2018 eru þau Erla Adolfsdóttir og Arnór Snær Guðmundsson. Sjá má heildarúrslit í Meistaramóti GHD 2018 hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Arnór Snær Guðmundsson GHD -3 F 32 32 64 -6 74 65 70 64 273 -7 Meistaraflokkur kvenna: 1 Erla Adolfsdóttir GHD 9 F 44 40 84 14 92 85 89 84 350 70 1. flokkur karla: 1 Dónald Jóhannesson GHD 13 F 46 49 95 25 94 97 95 95 381 101 2 Guðmundur Stefán Jónsson GHD 15 F 48 49 97 27 Lesa meira
Haraldur Franklín fyrstur íslenskra karlkylfinga til að keppa á Opna breska
Haraldur Franklín Magnús atvinnukylfingur úr GR er fyrsti íslenski karlkylfingurinn, sem keppir á Opna breska, en þetta elsta og hefðum ríka rísamót hefst í dag. Þetta er jafnframt 3. risamótið í karlagolfinu í ár. Þetta er í 147. sinn sem Opna breska er haldið og fer fram á Carnoustie linksaranum, sem margir íslenskir kylfingar, einkum Skotlandsaðdáendur kannast við. Í gær lék Haraldur Franklín æfingahring með sigurvegara síðasta PGA Tour móts, John Deere Classic, þ.e. Michael Kim og gamla brýninu og fastamanni í Ryder Cup til margra ára Lee Westwood. Í dag fer Haraldur Franklín út kl. 9:53 að íslenskum tíma (10:53 í Skotlandi) á Opna breska og verður í ráshóp Lesa meira
GK: Ólafía og LPGA kylfingar mættu á KPMG Góðgerðardaginn
Góðgerðarmót KPMG fór fram í gær, 18. júli 2018 á Hvaleyrarvelli. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir mætti þar ásamt nokkrum LPGA kylfingum og voru þær komnar til þess að styrkja gott málefni. LPGA kylfingarnir í fylgd Ólafíu Þórunnar voru Cheyenne Woods (sjá kynningu Golf 1 á Woods með því að SMELLA HÉR:); Madeleine Sheils (Sjá kynningu Golf 1 á Sheils með því að SMELLA HÉR: ) Allison Emrey (Sjá kynningu Golf 1 á Emrey með því að SMELLA HÉR:) og Alexandra Jane Newell (Sjá kynningu Golf 1 á Newell með því að SMELLA HÉR: ) Í ár var góðgerðarmótið til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna Þetta er í annað skiptið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 61 ára afmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 41 ári og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Sexfaldur sigurvegari risamóta í golfi, Sir Nick Faldo er mikill kvennamaður. Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Lesa meira
EM karla: Karlalandsliðið sigraði Tékka og endað í 11. sæti á EM
Íslenska karlalandsliðiðe keppti við Tékkland um sæti 11.-12. á Evrópumóti landsliða sem fram fór í Þýskalandi. Ísland hafði betur, 3/2, og endaði því í 11. sæti. Þessar þjóðir áttust einnig við í fyrra á EM um sömu sæti á mótinu og þar hafði Tékkland betur 3/2. Finnar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í fyrsta sinn eftir sigur á Englendingum í úrslitaleiknum. Þess má geta að Finnar komu upp úr 2. deild í fyrra. Aron Snær Júlíusson og Bjarki Pétursson unnu sinn leik 2/1, Gísli Sveinbergsson vann sinn leik 2/0., Björn Óskar Guðjónsson vann 3/2, Rúnar Arnórsson og Henning Darri Þórðarson gerðu jafntefli í sínum leikjum.
Afmæliskylfingur dagsins: Páll Eyvindsson – 17. júlí 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Páll Eyvindsson. Páll er fæddur 17. júlí 1954 og á því 64 ára afmæli í dag!!! Páll er í Golfklúbbi Ásatúns. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (54 ára); Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (38 ára Skoti); Zane Scotland, 17. júlí 1982 (36 ára) …. og …. Bílkó Smiðjuvegi (30 ára STÓRAFMÆLI!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GÚ: Dýrleif Arna og Bjarki Þór klúbbmeistarar 2018
Meistaramót Golfklúbbs Úthlíðar (GÚ) fór fram dagana 13.-14. júlí 2018. Þátttakendur voru 31, sem kepptu í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GÚ 2018 eru Dýrleif Arna Guðmundsdóttir og Bjarki Þór Davíðsson. Heildarúrslit í Meistaramóti GÚ má sjá hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Bjarki Þór Davíðsson GO 4 F 37 36 73 3 74 73 147 7 2 Jóhann Ríkharðsson GK 6 F 40 38 78 8 75 78 153 13 3 Breki Gunnarsson Arndal GKG 2 F 39 40 79 9 84 79 163 23 4 Magnús Ólafsson GO 8 F 43 48 91 21 82 91 173 33 Meistaraflokkur kvenna: 1 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir GO 8 F 45 38 83 Lesa meira
PGA: Michael Kim sigraði á John Deere Classic
Það var bandaríski kylfingurinn Michael Kim sem sigraði á John Deere Classic. Lokaskor hans var stórglæsilegt 27 undir pari, 257 högg (63 64 64 66). Fjórir kylfingar deildu 2. sætinu: Francesco Molinari og þrír bandarískir kylfingar: Joel Dahmen, Sam Snyder og Bronson Burgoon, sem voru heilum 8 höggum á eftir Kim eða á samtals 19 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
GKB: Margrét og Haraldur klúbbmeistarar 2018
Haraldur Þórðarson og Margrét Geirsdóttir urðu klúbbmeistarar GKB 2018, en meistaramóti klúbbsins lauk í fyrradag, laugardaginn 14. júlí. Haraldur vann í karlaflokki eftir jafna og spennandi keppni við Rúnar Óla Einarsson, sem sigraði í fyrra. Margrét hafði hins vegar nokkra yfirburði í kvennaflokki og vann með 13 högga mun. Pálmi Þór Pálmason sigraði forgjafarflokki 7,6 – 14,4 og Magnús Haukur Jensson í flokki 14,5 – 18,1. Þá sigraði Bergur Sandholt í forgjafarflokki 18,2 – 36, en þar var spiluð punktakeppni. Inga Dóra Sigurðardóttir sigraði í flokki kvenna með 20,5 – 36 í forgjöf, einnig punktakeppni þar. Þátttakendur voru 40, sem kepptu í 10 flokkum. Flestir voru sammála um að mótið Lesa meira
GG: Svanhvít Helga og Jón Júlíus klúbbmeistarar 2018
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram dagana 11.-14. júlí 2018 og lauk sl. laugardag. Þátttakendur voru 41, sem kepptu í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GG 2018 eru Svanhvít Helga Hammer og Jón Júlíus Karlsson. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Björn Halldórsson GO 0 F 38 36 74 4 71 74 72 74 291 11 2 Jón Júlíus Karlsson GG 3 F 41 35 76 6 73 77 80 76 306 26 3 Hólmar Árnason GG 1 F 40 38 78 8 79 76 74 78 307 27 4 Guðmundur Andri Bjarnason GG 6 F 47 36 83 13 72 81 78 83 314 34 Lesa meira










