Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2018 | 23:00

PGA: Michael Kim sigraði á John Deere Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Michael Kim sem sigraði á John Deere Classic.

Lokaskor hans var stórglæsilegt 27 undir pari, 257 högg (63 64 64 66).

Fjórir kylfingar deildu 2. sætinu: Francesco Molinari og þrír bandarískir kylfingar: Joel Dahmen, Sam Snyder og Bronson Burgoon, sem voru heilum 8 höggum á eftir Kim eða á samtals 19 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: