LEK: Jón Haukur, Áslaug, Þórdís og Tryggvi Íslandsmeistarar eldri kylfinga
Íslandsmót eldri kylfinga (+50) í samstarfi við Icelandair fór fram á Urriðavelli. Mótið var í umsjón Golfklúbbsins Odds og fjórir kylfingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í gær 21. júní 2018. Keppt var tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, +50 og +65. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar. Golf 1 óskar Íslandsmeisturunum til hamingju með titlana!!! Lokastaðan: Karlar 65+ 1. Jón Haukur Guðlaugsson, GR (80-88-78) 246 högg (+33) 2. Þorsteinn Geirharðsson, GS (87-86-83) 256 högg (+43) 3. Óskar Sæmundsson, GR (79-97-84) 260 högg (+47) 4. Þór Geirsson, GO (83-85-94) 262 högg (+49) 5. Hans Óskar Isebarn, GM (91-85-90) 266 högg (+53) 6. Gunnlaugur Ragnarsson, GK (83-91-94) 268 högg (+55) 7. Gunnar Árnason, GKG (94-92-85) 271 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2018
Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 59 ára. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, Lesa meira
Opna breska 2018: Haraldur úr leik
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR og fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að taka þátt í Opna breska er úr leik á þessu elsta og hefðbundnasta allra risamóta. Hann lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (72 78). Til þess að komast gegnum niðurskurð þurfti að vera á samtals 3 yfir pari eða betra. Þetta er sárgrætileg niðurstaða í ljósi þess hversu vel Haraldur Franklín lék fyrri hringinn. En Carnoustie er „tricky“, fljótur að refsa og auðvelt að misstíga sig. Allt er sigur fyrir Harald Franklín, bara það að hafa verið í mótinu, með öllum helstu karlkylfingum heims!!!! Og þegar litið er á skor Haraldar seinni hringinn má sjá að Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Áslaug Friðriks- dóttir og Henning Darri Þórðarson ————— 20. júlí 2018
Afmæliskylfingar dagsins eru Áslaug Friðriksdóttir og Henning Darri Þórðarson. Áslaug er fædd 20. júlí 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Áslaugar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Áslaug Friðriksdóttir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 20 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Komast má á facebook síðu Hennings Darra hér að neðan til þess að óska honumtil hamingju með stórafmælið Henning Darri Þórðarson – Innilega til hamingju með 20 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira
Lífstíll Tiger
Hér má sjá nýlegt myndskeið um Tiger Woods. Myndskeiðið sem er um 10 mínútna langt lýsir stuttlega helstu afrekum Tiger, fjölskyldu hans, vinkonum gegnum tíðina og konum sem hann hefir verið með, bílum, húsum, áhugamálum o.s.frv. Þess mætti geta að Tiger tekur nú þátt í Opna breska, sem hann hefir sigrað þrívegis á, árin 2000, 2005 og 2006. Þess mætti og geta að Haraldur Franklín Magnús, sem spilar í sama móti er aðeins 1 höggi á eftir golfgoðsögninni Tiger eftir 1. dag! Sjá má myndskeiðið um lífstíl Tiger með því að SMELLA HÉR:
PGA: Merritt efstur á Barbasol e. 1. dag
Troy Merritt er í forystu á Barbasol Championship, en mótið er mót vikunnar á PGA Tour og haldið fyrir þá sem heima sitja og fá ekki að taka þátt í Opna breska risamótinu, þar sem allar helstu stjörnurnar eru. Merritt lék 1. hring á glæsilegum 10 undir pari, 62 höggum – fékk 1 örn og 8 fugla og skilaði því hreinu, skollalausu skorkorti!!! Merritt á 3 högg á þá sem næstir koma: Joel Dahmen, Billy Horschel og Andres Romero, sem allir léku á 7 undir pari. Sjá má hápunkta 1. dags á Barbasol Championship með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Barbasol Championship SMELLIÐ HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: 2 holur léku Axel grátt í Vaudreuil
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, er í einu af neðstu sætunum eftir 1. dag Le Vaudreuil Golf Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Nánar tiltekið er Axel T-152 þ.e. deilir 152. sæti mótsins ásamt 2 öðrum kylfingum eftir hring upp á 12 yfir pari, 83 högg. Niðurskurður er miðaður við par eða betra eins og stendur og verður að telja líklegt að Axel hafi spilað sig úr mótinu með óvenju slökum leik sínum. Á hringnum fékk Axel 3 fugla, 7 skolla og 2 afar slæma skramba, en það sem fór alveg með skor hans voru skrambarnir þ.e. erfiðleikar, sem hann lenti í á 15. og 18. holu Vaudreuil Lesa meira
Opna breska: Kisner efstur e. 1. dag – Haraldur Franklín T-50!!!
Það er bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner, sem er efstur eftir 1. dag Opna breska. Kisner hefir spilað á glæsilegum 5 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti eru 3 kylfingar: Tony Landau frá Bandaríkjunum, Erik van Rooven og Zander Lombard frá S-Afríku, en þeir eru allir 1 höggi á eftir Kisner þ.e. á 4 undir pari, 67 höggum, hver. Haraldur Franklín Magnús er á 1 yfir pari, 72 höggum, sem er stórglæsilegur árangur!!! Hann er sem stendur T-50 þ.e. jafn 21 öðrum kylfingum í 50. sæti!!!! Þeir sem deila 50. sætinu með Haraldi Franklín eru m.a. Jordan Spieth, Lee Westwood, Justin Rose og Brooks Koepka. Haraldur var kominn í 4 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna er fædd 19. júlí 1942 og á því 76 ára stórafmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (54 ára); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (55 ára); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (23 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Monty hitti Ólaf Þór á Old Course
Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, var við golfleik á Old Course í Skotlandi. Í hollinu fyrir aftan hann var enginn annar en margfaldur sigurvegari á Evróputúrnum og fyrrum Ryder Cup leikmaður og fyrirliðinn Collin Montgomerie eða Monty eins og hann er gjarnan kallaður. Tekin var mynd af þeim félögum við það tækifæri, sem fylgir fréttinni.










