Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir – 17. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og á því 21 árs afmæli í dag! Hafdís Alda er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hafdís Alda er klúbbmeistari Golfklúbbs Hellu 2011, 2012 og 2013 í kvennaflokki og eins klúbbmeistari Keilis 2017. (Sjá má eldra viðtal Golf1 við Hafdísi Öldu með því að SMELLA HÉR: ) Nú í haust 2017 hefir Hafdís Alda spilað í bandaríska háskólagolfinu með liði IUPUI. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju hér að neðan Hafdís Alda (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rocco Lesa meira
GS: Andrea ráðin framkvæmdastjóri
Á vefsíðu Golfklúbbs Suðurnesja (GS) má finna eftirfarandi frétt ritaði af formanni klúbbsins: „Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja hefur ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til að taka við starfi framkvæmdastjóra en Gunnar Þór Jóhannsson mun láta af störfum í lok febrúar. Andrea er menntaður PGA-golfkennari, er með B.Sc. viðskiptafræðigráðu ásamt meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum. Þá hefur hún góða starfsreynslu sem mun klárlega nýtast í starfi, var mótastjóri GSÍ og framkvæmdastjóri PGA á Íslandi auk þess að hafa kennt golf í Frakklandi og á Íslandi, bæði sem aðal- og aukastarf. Andrea er búsett í Reykjanesbæ ásamt fjölskyldu sinni. Ég tel okkur GSinga afar lánsama að fá Andreu til lið við okkur, hún hefur dýrmæta Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: PK Kongkraphan (11/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar og í dag verður hafist á að kynna 45 efstu og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ásgeir Jón Guðbjartsson – 16. desember 2018
Það er Ásgeir Jón Guðbjartsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 16. desember 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Ásgeirs Jóns til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ásgeir Jón Guðbjartsson -Innilega til hamingju með 50 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steven Spray, 16. desember 1940 (78 ára ); Ágústa Rósa Laxdal Þórisdóttir, 16. desember 1947 (71 árs); Sigurður Kristinsson (67 ára) Brian Clark, 16. desember 1963 (55 ára); Cathy Johnston-Forbes, 16. desember 1963 (55 ára); Paul McGinley, 16. desember 1966 (52 ára); Brent Franklin, 16. desember 1965 (53 ára); Lesa meira
Mel Reid kom út úr skápnum
Enski kylfingurinn Melissa Reid, alltaf kölluð Mel af öllum, kom út úr skápnum sl. mánudag, 10. desember 2018. Mel er sexfaldur sigurvegari á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, alltaf skammst. LET). Hún sagði að ástæðan fyrir því að hún væri að koma út úr skápnum nú og staðfesta samkynhneigð sína væri hluti af stærra viðfangsefni, sem hún hefði nú fyrir höndum. „Það hefir alltaf verið mikilvægt fyrir mig að berjast fyrir jafnrétti,“ sagði hin 31 ára gamla Mel í í Q & A viðtali við Athlete Ally. Mel sagðist hafa komið út úr skápnum í von um að hennar saga myndi hjálpa öðrum samkynhneigðum og er nú samkynhneigður „sendiherra“ þ.e. Lesa meira
Golfgrín á laugardegi 2018 (26)
Einn gamall á ensku… At a fancy resort hotel… This man had decided to spend some time in this new and fancy resort which advertised an all inclusive do all you can kind of sejour. So he shows up at the desk , gets his key and goes to his room. Looking thru the hotel’s book he finds there are tennis courts on the premises so he calls the desk to find out how to go about playing a set or two. „Just meet the pro at the tennis shop, he will lend you all that you need and will find you someone to play with.“ answered a very polite Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Don Johnson ——– 15. desember 2018
Afmæliskylfingur dagsins er Don Johnson. Don er fæddur 15. desember 1949 og því 69 ára í dag og hefir því þegar náð íslenskum ellilífeyrisaldri fyrir 2 árum. Don er leikari og mikill áhugakylfingur, einn sá besti af Hollywood-genginu, með 8,3 í forgjöf. Þekktastur er Don eflaust þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Sonny“ Crockett í Miami Vice þáttunum og fyrir að hafa verið kvæntur Melanie Griffith áður en hún giftist og skyldi við Antonio Banderas. Don og Melanie eiga saman dótturina Dakota. Nú í seinni tíð er Don Johnson eflaust einnig þekktur fyrir leik sinn í „Django Unchained“. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jeev Milkha Singh, 15. Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Sebastian Muñoz (19/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 7. sæti peningalistans, Sebastian Muñoz. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals. Sebastian Muñoz fæddist 4. janúar 1993 í Bogotá, Kólombíu Lesa meira
GSÍ: Landsliðshópur „Team Iceland“ 2019 valinn
Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið kylfinga í landsliðshóp Íslands fyrir árið 2019 (Team Iceland 2019). Kylfingarnir sem eru í þessum hóp eru líklegir til þess að verða valdir í verkefni á vegum GSÍ á næsta ári. Kylfingar sem eru ekki á þessum lista geta með góðum árangri komið sér í þá aðstöðu að vera valdir. Landsliðshópurinn er því ekki endanlegur og breytingar geta orðið á listanum á komandi mánuðum. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Konur (WAGR 2000 stig eða betra) Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Helga Kristín Einarsdóttir, GK Saga Traustadóttir, GR Berglind Björnsdóttir, GR Anna Sólveig Snorradóttir, GK Andrea Bergsdóttir, GKG WAGR 2000 + Talent Eva Karen Björnsdóttir, GR Amanda Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Grétar Daníelsson – 14. desember 2018
Það er Guðjón Grétar Daníelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðjón Grétar fæddist í Kópavoginum 14. desember 1964 og á því 54 ára afmæli í dag. Hann er bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Úthlíð þar sem hann varð m.a. klúbbmeistari árið 2012. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Guðjóns Grétars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Guðjón G. Daníelsson (54 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Unnur Jónsdóttir, 14. desember 1940 (78 ára); Jane Crafter, 14. desember 1955 (63 ára); Prjónaeitthvað Og Leikir Lesa meira










