Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2018 | 11:00

Evróputúrinn: Fylgist með Alfred Dunhill Championship HÉR

Það er Dimitrios Papadatos frá Ástralíu sem er efstur snemma 1. dags á Alfred Dunhill Championshipþ

Papadatos lék 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum – skilaði skollalausum hring með 5 fuglum og 13 pörum.

Í 2. sæti sem stendur er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum.

Enn eiga fjölmargir eftir að koma í hús og gæti því staða efstu manna breyst.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: