Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Jónsdóttir og Belinda Kerr – 18. janúar 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Þóra Jónsdóttir og ástralski kylfingurinn Belinda Kerr. Þóra er fædd 18. janúar 1964 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Þóra Jónsdóttir f. 18. janúar 1964 – 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Belinda Kerr fæddist í dag, 18. janúar fyrir 35 árum (þ.e. 1984) í Paddington, í Sydney, Ástralíu. Belinda hóf að spila golf 13 ára gömul vegna þess að bróðir hennar Jared dró hana út á völl, en hún hefir einnig keppt f.h. Queensland í Ástralíu í blaki, frjálsum og dansi. Það var Lesa meira
LPGA: Henderson og Ji leiða e. 1. dag í Flórída
Það eru kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og Eun-Hee Ji frá S-Kóreu sem deila forystunni eftir 1. dag Dimond Resort TOC, sem er fyrsta mót á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram 17.-20. janúar í Lake Buena Vista, í Flórída. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ekki meðal keppenda, en hún er enn með takmarkaðan spilarétt í nokkrum mótum LPGA á árinu. Henderson og Ji komu báðar í hús á 6 undir pari, 65 höggum. Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum deila 3. sætinu þ.e. Stacy Lewis og Lydia Ko, sem báðar voru á 5 undir pari, 66 höggum. Þrjár deila síðan 3 sætinu enn einu höggi á eftir þ.e. þær Lexi Thompson, sem Lesa meira
GK: Haukur og Rúnar ráðnir til Keilis
Nú á dögunum var skrifað undir ráðningarsamning við tvo heilsárstarfsmenn á vellinum. Munu þeir starfa undir Guðbjarti Ísak yfirvallarstjóra Keilis. Mikið ár er framundan hjá starfsfólki Keilis við framkvæmdir á 16. brautinni og mun reynsla þessara kappa koma mjög sterkt inn hjá golfvallarteyminu okkar og nýtast vel. Rúnar Geir Gunnarsson skrifaði undir ráðningarsamning við Keili á dögunum. Starfsheiti Rúnar er aðstoðarvallarstjóri Hvaleyrarvallar. Rúnar er gífurlega reynslumikill golfvallarstarfsmaður. Enn hann starfaði áður meðal annars sem vallarstjóri hjá Nesklúbbnum. Haukur Jónsson skrifaði undir samning einnig á dögunum og mun Haukur starfa sem vallarstjóri Hvaleyrarvallar. Haukur er vel kunnugur Hvaleyrarvelli enn hann starfaði um árabil hjá Keili. Eftir dvölina á Hvaleyrarvelli starfaði Lesa meira
Bestu ófarirnar í golfi (6) – Selfie
Hér fáum við frábært teighögg eða hvað? Einn spilafélaganna allaveganna bjóst við einhverju stórkostlegu og ákvað að nota selfie „mode“-inn á farsímanum sínum til þess að ná mynd af teighögginu. Viðbrögð hans eru fyndin þegar hann sér teighögg vinar síns eins og í baksýnisspegli! Vonandi fékk vinurinn mulligan! Hér má sjá myndskeið af þessu öllu saman SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Lowry efstur í hálfleik í Abu Dhabi – Hápunktar 2. dags
Það er Írinn Shane Lowry, sem er efstur á móti vikunnar á Evróputúrnum, Abu Dhabi HSBC Championship presented by EGA. Mótið fer fram dagana 16.-19. janúar 2019 í Abu Dhabi GC, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Lowry hefir spilað á samtals 12 undir pari, 132 höggum (62 70). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Phil efstur á Desert Classic – Hápunktar 1. dags
Phil Mickelson er efstur á móti vikunnar á PGA Tour, Desert Classic, sem fram fer í La Quinta, Kaliforníu, dagana 17.-20. janúar. Phil hóf mótið með því að ná næstum læsta skori á löngum og góðum ferli sínum á PGA Tour. Hann þurfti bara að fá fugl á síðustu 2 holur sínar til þess að ná fyrsta hring sínum undir 60 í móti á PGA Tour. Hann náði aðeins fugli á annarri holunni og varð þar með fyrsti kylfingurinn í sögu PGA Tour til þess að hafa náð skorinu 60 þrívegis … og hann náði 3 högga forystu á Adam Long, sem er í 2. sæti mótsins á 63 glæsihöggum, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Birnir Valur Lárusson. Birnir Valur er fæddur 17. janúar 2001 og á því 18 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birnir Valur Lárusson– Innilega til hamingju með árin 18!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (84 ára); Unnur Pétursdóttir, 17. janúar 1957 (62 ára); Sólrún Viðarsdóttir, 17. janúar 1962 (57 ára); Nina Muehl, 17. janúar 1987 (32 ára – austurrísk – LET); Lucie Andrè, 17. janúar 1988 (31 árs); …. og ….. Golf Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lee Lopez (20/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Bestu ófarirnar í golfi (5) – Heilahristingur
Þessir snillingar voru að reyna við enn eitt vinsæla brelluhöggið, þar sem tíað er upp á einhverjum líkamsparti annars aðila. Í fyrsta lagi er verður að setja spurningarmerki við staðsetningu tísins. Í annan stað, gleymdu þeir að gera ráð fyrir höfði aðilans,, sem tíað var af og auðvitað fékk hann dúndur teighögg í höfuðið. Það væri kannski betra að vera með hjálm næst eða sleppa þessu algerlega. EKKI REYNA ÞETTA HEIMSKULEGA BRELLUHÖGG HEIMA!!! Allt var tekið upp og má sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir ágúst 2018
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson, úr GR, enduðu í 13. sæti á á Made in Denmark úrtökumótinu sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni Haraldur Franklín Magnús, GR, komst einnig í gegnum niðurskurðinn og endaði hann í 48. sæti.Mótið fór fram í Esbjerg golfklub, í Danmörku, dagana 1.-3. ágúst 2018. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tók þátt í Opna breska kvenrisamótinu (AIG Women´s British Open), sem fram fór 1.-4. ágúst 2018, en komst því miður ekki gegnum niðurskurð. Hvorki Axel Bóasson, GK né Birgir Leifur Hafþórsson komust í gegnum niðurskurð á móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Swedish Challenge, sem fram fór dagana 2.-5. ágúst 2018. Spilað var á Lesa meira










