Ingvar Andri Magnússon, GKG. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 12:00

Andrea lauk keppni T-32 og Ingvar Andri T-46 í Chile

Andrea Bergsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, GKG kepptu á Sudamericano Amateur (skammst. SAA) sem fram fór í Santiago, Chile dagana 10.-13. janúar 2019 á Los Leones golfvellinum. Mótinu lauk í gær.

Andrea Bergsdóttir

Nokkuð sérstakt er að Andrea og Ingvar Andri léku á nákvæmlega sama höggafjölda; 14 undir pari. Ingvar Andri lék mjög vel, nema átti arfaslakan hring á 2. keppnisdegi og það sama má segja um Amöndu, þó skor hennar hafi verið jafnara, en fór sífellt versnandi eftir því sem á leið keppnina og var lokahringurinn hennar upp á 79 högg hennar slakasta frammistaða.

Andrea lék á samtals 14 yfir pari, 302 höggum (74 76 78 79) og varð T-32 af 51 keppanda.

Ingvar Andri lék á samtals 14 yfir pari, 302 höggum (71 85 73 73) og varð T-46 af 75 keppendum.

Þátttakendur eru frá 13 þjóðlöndum í Evrópu, Mið- og Suður-Ameríku auk Kanada.

Fylgjast má með stöðunni hjá piltunum á SAA með því að SMELLA HÉR:

Fylgjast má með stöðunni hjá stúlkunum á SAA með því að SMELLA HÉR: