Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Hjörtur Ólafsson – 7. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ólafur Hjörtur Ólafsson. Ólafur Hjörtur er fæddur 7. febrúar 1979 og því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Akureyrar (GA).Komast má á facebook síðu afmælisbarnsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Ólafur Hjörtur Ólafsson 40 ára (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alda Demusdóttir, 7. febrúar 1948 (71 árs);  Ragnheiður Kristjánsdóttir, 7. febrúar 1968 (51 árs); Geir Kristinn Aðalsteinsson, 7. febrúar 1975 (44 ára); Bjarni Kristjánsson (39 ára); Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (37 ára); Ellen Kristjánsdóttir, GL, (35 ára); Holly Clyburn, 7. febrúar 1991 (28 ára) ….. og ….. Anna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 11:58

LPGA: Valdís Þóra á 72 1. dag ISPS Handa Vic Open í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  er meðal 156 keppenda á móti vikunnar á LPGA; ISPS Handa Vic Open í Ástralíu. Margir af bestu kvenkylfingum heims eru meðal keppenda. Valdís Þóra er fyrir miðjan hóp T-77 eftir 1. dag en hún kom í hús á sléttu pari, 72 höggum. Hún deilir 77. sætinu með 19 öðrum kylfingum, sem allar spiluðu á parinu, þ.á.m Solheim Cup kylfingunum Paulu Creamer og Charley Hull og spænsku fegurðardísinni Azahara Muñoz. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 12 pör og 3 skolla. Sjá má stöðuna að öðru leyti á kvenhluta ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lilia Vu (30/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 07:00

Evróputúrinn: Nitties með 9 fugla í röð!!! – Flanagan í forystu e. 1. dag í Ástralíu

Ástralski kylfingurinn James Nitties hefir jafnað met Mark Calcavecchia, um 9 fugla í röð, en Calcavecchia sigraði m.a. á Opna breska 1989. Sá sem Nitties leigir hús með, Nick Flanagan, annar ástralskur kylfingur er í forystu í karlahluta ISPS Handa Vic Open mótinu í Ástralíu, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Flanagan kom í hús á ekki fleiri höggum en 10 undir pari, 62 glæsihöggum. Nitties deilir 2. sætinu ásamt 4 öðrum kylfingum, sem allir komu í hús á 8 undir pari, 64 höggum; en það eru Englendingurinn Callum Shinkwin, Ástralinn James Anstiss, Kurt Kitayama frá Bandaríkjunum og Hugo Leon frá Chile. Sjá má stöðuna eftir 1. dag ISPS Handa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 02:00

GSÍ: Landsliðshópurinn (Team Iceland) 2019

Jussi Pitkänen, afreksstjóri Golfsambands Íslands, hefur valið kylfinga í landsliðshóp Íslands fyrir árið 2019 (Team Iceland 2019). Kylfingarnir sem eru í þessum hóp eru líklegir til þess að verða valdir í verkefni á vegum GSÍ á næsta ári. Kylfingar sem eru ekki á þessum lista geta með góðum árangri komið sér í þá aðstöðu að vera valdir. Landsliðshópurinn er því ekki endanlegur og breytingar geta orðið á listanum á komandi mánuðum. Landsliðshópurinn er þannig skipaður: Konur (WAGR 2000 stig eða betra) Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Helga Kristín Einarsdóttir, GK Saga Traustadóttir, GR Berglind Björnsdóttir, GR Anna Sólveig Snorradóttir, GK Andrea Bergsdóttir, GKG WAGR 2000 + Talent Eva Karen Björnsdóttir, GR Amanda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 01:00

Adam Scott segir breytingar á leik sínum farnar að bera árangur

Adam Scott segir breytingar sem hann hafi gert sl. 2 ár séu byrjaðar að skila árangri og hann sé farinn að eygja sigur aftur í mótum eftir langan tíma. Breytingar sem Scott hefir gert eru m.a. á þjálfurum, púttstíl,  hann spilar í 3 mótum samfellt og tekur svo frí og reynir að spila í mótum fyrir öll 4 risamótin. Ferlið sem hann vann eftir náði lágpunkti sínum fyrsta helming sl. árs þegar Scott var m.a. í vandræðum að komast inn á Opna bandaríska og féll niður í 76. sætið á heimslistanum. En fyrrum nr. 1 á heimslistanum segir svartasta skammdegið að baki og varð m.a. í 2. sæti á eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 18:30

Rocco Mediate átti við áfengisvanda að glíma

Rocco Mediate hefir upplýst að hann hafi átt við áfengisvanda að stríða. Mediate er sexfaldur sigurvegari á PGA Tour og þrefaldur sigurvegari á PGA Tour Champions og varð, svo sem frægt er orðið í 2. sæti á Opna bandaríska. Mediate sem nú er 56 ára segir að hann hafi algjörlega hætt drykkju 23. október 2017 eftir að hafa drukkið á hverjum degi fram að því. „Ég get sagt ykkur að frá því síðasta október þá leið ekki dagur, árum saman, fyrir þann mánuð að ég fékk mér ekki drykk,“ sagði Mediate í viðtali við Vince Cellini á Golf Channel. „Ég vissi það á þeim tíma að áfengið myndi hafa betur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Deyen Lawson (13/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 17:00

LPGA: Valdís Þóra hefur leik í nótt á IPS Handa Vic Open í Ástralíu

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akra­nesi, fær tækifæri á atvinnumóti á bandarísku LPGA-mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir ISPS Handa Vic Open en leikið er í Victoria. Þetta er annað árið í röð þar sem Valdís Þóra keppir á þessu móti. Í fyrra endaði hún í 57. sæti og komst í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi. Mótið er með nýstárlegu fyrirkomulagi þar sem að atvinnukonur og karlar keppa á sama tíma á þessu móti. Karlar af Evrópumótaröðinni og áströlsku mótaröðinni keppa á sama tíma á sömu keppnisvöllum. Tveir vellir eru notaðir á þessu sameiginlega móti og eru keppendur alls um 300. Verðlaunaféð er það sama hjá konum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Garðarsson – 6. febrúar 2019

Það er Rúnar Garðarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Rúnar er fæddur 6. febrúar 1964 og á því 55 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Þverá að Hellishólum (GÞH): Komast má á facebook síðu afmæliskylfingssins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Rúnar Garðarsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Þórunn Steingrímsdóttir, 6. febrúar 1951 (68 ára); Alastair Kent, GR, 6. febrúar 1970 (49 ára); Benn Barham, 6. febrúar 1976 (43 ára); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); spilar í LPGA; Chris Lloyd, Lesa meira