Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2019 | 11:58

LPGA: Valdís Þóra á 72 1. dag ISPS Handa Vic Open í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  er meðal 156 keppenda á móti vikunnar á LPGA; ISPS Handa Vic Open í Ástralíu.

Margir af bestu kvenkylfingum heims eru meðal keppenda.

Valdís Þóra er fyrir miðjan hóp T-77 eftir 1. dag en hún kom í hús á sléttu pari, 72 höggum.

Hún deilir 77. sætinu með 19 öðrum kylfingum, sem allar spiluðu á parinu, þ.á.m Solheim Cup kylfingunum Paulu Creamer og Charley Hull og spænsku fegurðardísinni Azahara Muñoz.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 12 pör og 3 skolla.

Sjá má stöðuna að öðru leyti á kvenhluta ISPS Handa Vic Open með því að SMELLA HÉR: