Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Muni He (29/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 07:45

Koepka fannst Garcia hegða sér barnalega

Geðluðrur Sergio Garcia eru alþekktar. Sl. laugardag varð golfheimurinn vitni að einni á Saudi International, þar sem hann skemmdi 5 flatir með því að lemja pútter sínum í þær þegar honum, að eiginn mati, gekk ekki vel. Þetta olli ekki aðeins því að honum var vikið úr mótinu heldur hafa félagar hans á túrnum tjáð sig um atvikið. Einn þeirra er Brooks Koepka. Hann var í útvarpsþættinum „Playing Through podcast“ og var spurður út í álit sitt á framferði Garcia, sem m.a. fól einnig í sér kast í einum af bönkerum í  Royal Greens Golf and Country Club í King Abdullah Economic City. Svar Koepka var eftirfarandi: “Ugh, it’s frustrating as Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2019 | 03:00

11 atriði sem þið vissuð e.t.v. ekki um Gullna Björninn

Um Gullna Björninn eða m.ö.o. golfgoðsögnina Jack Nicklaus er margt vitað, m.a. að hann sigraði í 18 risamótum og 115 öðrum mótum, en hér fer listi 11 atriða, þar sem þið finnið e.t.v. eitt og annað, sem þið vissuð ekki um Nicklaus: Nr. 1 Nicklaus elskar ostrur. Á hans tíma var eitt af mótum PGA Tour í New Orleans og þar fékk hann sér gjarnan ostrur… sem var svolítið áhættusamt því þær fara ekki alltaf vel í maga ….. Nr. 2 Nicklaus spilar alltaf með 3 pennys í vasanum: eitt sem hann notar sem boltamerki, annað til vara og það þriðja ef meðspilarann skyldi vanta boltamerki. Nr. 3 Nicklaus spilaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2019 | 19:00

Gecko: Guðmundur Ágúst í 2. sæti á Westin La Quinta

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnumaður úr GR og Þórir Björgvinsson, GÖ, tóku þátt í Westin La Quinta mótinu, sem fór fram dagana 4.-5. febrúar 2019 og lauk í dag.  Mótið var hluti af Gecko mótaröðinni. Guðmundur Ágúst náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu; lék á samtals 8 undir pari, 134 höggum (64 69). Þórir varð T-43 á 23 yfir pari, 165 höggum (82 83), en 50 tóku þátt í mótinu. Sigurvegari mótsins varð Finninn Oliver Lindell, sem lék á 12 undir pari, 130 höggum (64 44). Sjá má lokastöðuna á Westin La Quinta mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rún Pétursdóttir —- 5. febrúar 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR. Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og á því 24 ára afmæli í dag. Rún spilaði á Unglingamótaröðunum sumurin 2011 og 2012 og er m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011, í flokki 15-16 ára. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, haustið 2011. Komast má á facebook síðu Rúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Rún Pétursdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Geddes, 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2019 | 08:00

Hvað var í sigurpokum DJ og Rickie?

Dustin Johnson (DJ) sigraði á Saudi International powered by SBIA mótinu, sem var mót sl. viku á Evróputúrnum. Eftirfarandi kylfur voru í poka DJ: Dræver: TaylorMade M6 (10.5 °) Skaft: Fujikura Speeder 661 2.0 X Dræver: TaylorMade M5 (15 °) Skaft: Project X HZDRUS Black Járn: TaylorMade P790 (3-járn), TaylorMade P730 DJ Proto járn (4-PW) Sköft: Project X HZDRUS Black (3), True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft (4-PW) Fleygjárn: TaylorMade Hi-Toe (54°, 60° og 64°) Shafts: KBS Tour 120S Pútter: TaylorMade Spider Tour Black Bolti: 2019 TaylorMade TP5x (No. 1) Þær kylfur og annar útbúnaður, sem voru í poka Rickie Fowler á WM Phoenix Open voru eftirfarandi: Dræver: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2019 | 07:00

Kærasta Rickie Fowler: Allison Stokke

Rickie Fowler nældi sér í 5. PGA Tour sigur sinn á dramatískan hátt sl. sunnudag á Waste Management Phoenix Open. Þrátt fyrir upp og niður lokahring, þar sem allar tölur milli 2 og 8 sáust á skorkorti Rickie þá var afar sérstök manneskja í lífi hans, sem samfagnaði sigrinum með honum á 18. holu … kærasta hans Allison Stokke. Rickie og Allison trúlofuðust fyrir Opna bandaríska 2018 og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Ef Stokke nafnið hljómar kunnuglega þá er það vegna þess að Allison varð þekkt  yfir nótt í Bandaríkjunum 2008 eftir að myndir af henni í stangarstökki birtust á internetinu, 2008. Hún var All-American í University of Californía, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2019 | 06:00

Tiger lætur börnin sín hafa fyrir því að vinna sig í púttkeppni

Hér er ein frétt, sem er 5 ára gömul en allt í lagi að rifja hana upp fyrir uppaldendur framtíðargolfstjarna. Tiger Woods ólst upp í umhverfi þar sem samkeppni var alls ráðandi og það allt frá blautu barnsbeini. Faðir hans Earl Woods var fv. hermaður í US Army Special Forces, sem hafði metnað til að gera allt eins vel og hann gat. Ólíkt mörgum feðrum þá lét Earl son sinn aldrei vinna sig í neinu, sem þeir kepptu í. Tiger var fyrst 11 ára þegar vann pabba sinn í golfi og það var þvílík sigurstund að Tiger man eftir hverju smáatriði í þeim sigri. Og sagt er að Earl hafi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 19:00

Nokkrar góðar myndir frá WM Phoenix Open

Á WM Phoenix Open, móti sl. viku á PGA Tour eru það ekki aðeins heimsins bestu kylfingar, sem vekja athygli á sér heldur einnig áhangendurnir, sem oftar en ekki eru skrautlega klæddir. Hér má sjá nokkrar góðar myndir frá mótinu og áhangendunum: Þeir sem vilja tryggja sér sæti á við hina frægu par-3 16. holu TPC Scottsdale, þar sem WM Phoenix Open fer fram verða að vakna snemma. Hliðin opna kl. 7 að morgni en biðraðir eru þegar farnar að myndast kl. 4:00 að nóttu til! Hatari mættur? Sá sem heldur að golf sé bara fyrir eldri, virðulega herra … og viðlíka áhorfendur … sá verður fyrir sjokki á WM Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásdís Ósk Valsdóttir – 4. febrúar 2019

Það er Ásdís Ósk Valsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ásdís Ósk er fædd 4. febrúar 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Ásdísar Ósk til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Ásdís Ósk Valsdóttir (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmut fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Rúdolf Stolzenwald); Sigurveig Þóra Lesa meira