Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og Ragin Cajuns luku keppni T-7 í Mobile
Miklar rigningar í Mobile svæðinu sl. þriðjudag urðu til þess að lokahringur mótsins í Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu á Magnolia Grove Crossings golfvellinum í Mobile, Alabama var felldur niður og úrslit fyrstu 2 hringja mótsins látnar standa. Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans í bandaríska háskólagolfinu luku því keppni T-7 og má kenna nokkurrar óánægju þjálfara liðsins með þá niðurstöðu á heimasíðu Ragin´Cajuns, en þar sagði Theo Sliman, þjálfari m.a. að lið hans hefði ætlað að bæta fyrir meðalmennsku frammistöðu á lokahringnum. Sjá með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur voru 80 frá 15 háskólum Björn Óskar spilaða báða hringina fyrri keppnisdaginn á 3 yfir pari, 75 höggum og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún lauk keppni T-13 á Battle of Boulder Creek
Sigurlaug Rún Jónsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake tóku þátt í Battle of Boulder Creek, en það var mót sem fram fór í Boulder City, Nevada, 11.-12. febrúar 2019 og lauk því í gær. Þátttakendur voru 37 frá 6 háskólum. Sigurlaug lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (80 80 75). Lið Sigurlaugar Rún, Drake varð í 3. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna Battle of Boulder Creek SMELLIÐ HÉR:
4 ungir íslenskir kylfingar kepptu í Portúgal
Fjórir íslenskir kylfingar léku á áhugamannamóti í Portúgal sem stóð dagana 9.- 12. febrúar 2019. Þrír kylfingar úr Golfklúbbi Selfoss og einn úr Golfklúbbnum Keili. Leikið var á Penha Longa Golf Resort í Sintra, Portúgal. 18 ára flokkur piltar: Daníel Ísak Steinarsson úr GK endaði í 11. sæti (79-77-73) Pétur Sigurdór Pálsson úr GOS endaði í 52. sæti (82-84-86) 52. sæti Aron Emil Gunnarsson úr GOS endaði 59. sæti (91-80-84) 59. sæti 18 ára flokkur stúlkna: Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS (89-84-77) 9. sæti Hlynur Geir Hjartarson þjálfari GOS var með í för. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar og félagar T-7 e. 1. dag Mobile Sports
Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns, úr Louisiana Lafayette háskólanum eru T-7 eftir 1. dag Mobile Sports Authority Inter. Þátttakendur eru 80 frá 15 háskólum Björn Óskar spilaða báða hringina fyrri keppnisdaginn á 3 yfir pari, 75 höggum og er því samtals á 6 yfir pari 150 höggum. Hann er T-60 í einstaklingskepppninni. Til þess að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Louis de Jager (14/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst í 1. sæti f. lokahring Mediter Masters
Fjórir íslenskir kylfingar keppa nú á Mediter Real Estate Masters mótinu, sem er hluti Nordic Golf League. Mótið fer fram á Stadium og Tour völlunum á PGA Catalunya í Barcelona á Spáni, dagana 12.-14. febrúar 2019. Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR. Fyrir lokahringinn er Guðmundur Ágúst í 1. sæti, búinn að spila á 8 undir pari,134 höggum (64 70). Stórglæsilegur!!! Haraldur Franklín Magnús er T-22 á 1 undir pari (71 70) og Andri Þór Björnsson á 1 yfir pari (67 76( og T-40; Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurð. Sjá má stöðuna á Mediter Real Estate Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Jensson – 13. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Jensson. Ágúst er fæddur 13. febrúar 1977 og á því 42 ára afmæli í dag. Ágúst býr í Þýskalandi þar sem hann starfar sem yfirvallarstjór St. Leon Rot golfklúbbsins virta. Sjá má kynningu Golf 1 á St. Leon Rot með því að SMELLA HÉR: Þar áður gegndi Ágúst starfi framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar (GA). Ágúst er kvæntur Dagbjörtu Víglundsdóttur. Komast má á facebook síðu Ágústs hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið!!!, Ágúst Jensson 42 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Patty Berg, 13. febrúar 1918-d. 10. september 2006; Michael Hoey, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Snædís Sigmarsdóttir. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962 og því 57 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi. Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (77 ára); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (68 ára); Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (66 ára); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (41 árs); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (36 ára); Lejan Lewthwaite, 12. febrúar 1991 (28 ára); Regan De Guzman (filipseyskur kylfingur sem var á LPGA – 27 ára) ….. og….. Golf 1 óskar Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Sarah Burnham (32/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake í 3. sæti e. 1. dag í Nevada
Sigurlaug Rún Jónsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu eru í 3. sæti á Battle of Boulder Creek 1, en það er mót sem fram fer í Boulder City, Nevada, 11.-12. febrúar 2019. Þátttakendur eru 37 frá 6 háskólum. Sigurlaug hefir leikið báða hringi 1. dags á 80 höggum og er því samtals á 16 yfir pari, 160 höggum. Í efsta sæti er Elizabeth Prior frá UNLV, en hún hefir spilað á samtals 2 undir pari (68 74) og er eini keppandinn, sem er með samtals skor undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Battle of Boulder Creek SMELLIÐ HÉR:









