Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake í 3. sæti e. 1. dag í Nevada

Sigurlaug Rún Jónsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu eru í 3. sæti á Battle of Boulder Creek 1, en það er mót sem fram fer í Boulder City, Nevada, 11.-12. febrúar 2019.

Þátttakendur eru 37 frá 6 háskólum.

Sigurlaug hefir leikið báða hringi 1. dags á 80 höggum og er því samtals á 16 yfir pari, 160 höggum.

Í efsta sæti er Elizabeth Prior frá UNLV, en hún hefir spilað á samtals 2 undir pari (68 74) og er eini keppandinn, sem er með samtals skor undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Battle of Boulder Creek SMELLIÐ HÉR: