Web.com: DeArmond á 17 höggum á par-4 holu
Það er oft sagt að áhugamennskan og atvinnumennskan í golfi séu sitthvað og jafnvel svo ólíkar að um tvær ólíkar íþróttagreinar sé að ræða. Í gær, á Valentínusardeginum, á móti Web.com Tour, Leom Suncoast Classic þá umbylti nýliðinn Ben DeArmond þessari sögusögn þegar hann lék fyrstu 3 holurnar í fyrsta móti sínu á Web.com Tour á 15 yfir pari. Hann keppti í boði styrktaraðila, en hann er í PGA í Naples, Flórída og fékk þegar skolla á 1. holunni, sem hann lék. Og ekki batnaði það; aðra holuna, sem er par-4 491 yarda hola, lék hann á heilum 17 höggum!!!! DeArmond sló fyrst í vatnshindrun og eftir að droppa í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Gemma Dryburgh (34/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Sigurður Bjarki T-20 e. 2. dag í Portúgal
Sigurður Bjarki Blumenstein tekur þátt í 89th Portuguese International Amateur Championship, sem fram fer á Montado golfstaðnum, dagana 13. -16. febrúar 2019. Þátttakendur eru 120. Eftir 2. dag er Sigurður Bjarki á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71). Glæsilegt hjá Sigurði Bjarka að vera í meðal efstu 17% kylfinga í mótinu!!! Eftir daginn í dag verður skorið niður og spila aðeins 30 efstir kylfingarnir lokahringinn, á morgun 16. febrúar. Til þess að sjá stöðuna á 89th Portuguese International Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Spieth og Kang efstir þegar Genesis Open frestað v/myrkurs – Hápunktar 1. dags
Það eru bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth og Sung Kang frá S-Kóreu, sem deila forystunni á móti vikunnar á PGA Tour, Genesis Open. Báðir voru þeir á 5 undir pari, Spieth eftir 12 holu spil og Kang eftir 14 holu spil en ekki tókst að ljúka 1. hring vegna myrkurs. Lokið verður við hringinn snemma föstudags. Til þess að sjá stöðuna á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að Sjá hápunkta 1. dags á Genesis Open SMELLIÐ HÉR:
Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst sigraði!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, sigraði á sínu fyrsta Nordic Golf League móti í dag!!!!! Frábær kylfingur þar sem Guðmundur Ágúst er!!!!! Sigurskor Guðmundar Ágústs var 12 undir pari, 200 högg (64 70 66) – Fallegt skor!!!! Sigur Guðmundar Ágústs var öruggur því hann átti 3 högg á norska kylfinginn Jarand Ekeland Arnøy, sem varð í 2. sæti, á samtals 9 undir pari, 203 höggum (70 65 68). Þrír aðrir kylfingar tóku þátt í mótinu; Haraldur Franklín Magnús, GR lauk keppni T-16; Andri Þór Björnsson, GR, T-40 en Axel Bóasson, GK, komst ekki í gegnum niðurskurð. Til þess að sjá lokastöðuna á Mediter Real Estate Masters SMELLIÐ HÉR:
Einn fegursti kvenkylfingurinn – Susana Benavides
„Fegurðin býr í auga þess er horfir“ (ens.: „Beauty is in the Eye of the Beholder“), segir gamalt enskt orðatiltæki og merkir með öðrum orðum, að hugmynd um fegurð er ekki áþreifanlegur veruleiki, eða eitthvað sem hægt er að líta á sem staðreynd, heldur er hún komin undir ákveðnu mati manna á hverjum tíma. Flestir geta sammælst um það að Susana Benavides er einstaklega fallegur kylfingur … og er þar að auki góður kylfingur. Hún er sú eina frá heimalandi sínu, sem spilað hefir á LPGA, en Benavides er frá Cochabamba, Bólivíu. Susana Benavides oft bara kölluð Susy er fædd 29. janúar 1991 og er því nýorðin 28 ára. Benavides byrjaði Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Mickey Wright —- 14. febrúar 2019
Konan, með einhverja þá fallegustu sveiflu, sem sést hefir í golfinu Mickey Wright á afmæli í dag. Mickey fæddist 14. febrúar 1935 og er því 84 ára í dag. Mary Kathryn „Mickey“ Wright, fæddist Valentínusardaginn, 14. febrúar 1935, í San Díego, Í Kaliforníu. Hún vann 82 sigra á LPGA-mótaröðinni, sem gerir hana að þeirri konu sem unnið hefir næstflesta sigra á þeirri mótaröð, aðeins Kathy Whitworth hefir sigrað oftar á LPGA, eða í 88 skipti. Þrettán af sigrum Mickey voru á risamótum og líka hér lendir Mickey í 2. sæti – en flesta sigra á risamótum hefir Patty Berg unnið. Mickey Wright var á toppi peningalistans á 4 ár í Lesa meira
Golfútbúnaður: 7 góðar golfregnhlífar
Tripsavvy gerði könnun á því hverjar væru að þeirra mati 7 bestu golfregnhlífarnar. Hér koma niðurstöðurnar: Nr. 1 Procella regnhlífin 62 þummlunga Procella golfregnhlífin kom best út í könnuninni. Hún er úr 100% nylon og veitir mjög góða vörn gegn bæði rigningu og sólargeislum. Kaupa má regnhlífina með því að SMELLA HÉR: Nr. 2 Sú sem varð í 2. sæti er LifeTek Hillcrest Golfregnhlífin 62-þummlunga Extra Large. Hægt er að fá þessa á Amazon – Sjá með því að SMELLA HÉR: Nr. 3 Easton Grey vindheld Golfregnhlíf. Þessi er tvöfalt ódýrari en hinar tvær en jafnstór þ.e. 62 þummlunga hlíf úr pongee efni. Hún er til sölu á 24 dollara á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lauren Kim (33/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Eigið öll góðan 2019 Valentínusardag!
Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement of Foules“ eftir ljóðskáldið Lesa meira










