Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 08:45

Bandaríska háskólagolfi: Tumi og félagar urðu í 10. sæti á Jackrabbit mótinu!

Tumi Kúld, GA og félagar hans í Western Caroline University (WCU) tóku þátt í Jackrabbit Invitational, sem fór fram dagana 8.-9. mars og lauk í gær. Tumi varð T-41 í einstaklingskeppninni og var á 3. besta skori í liði sínu. Í liðakeppninni varð WCU í 10. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Jackrabbit Inv. SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2019 | 08:00

LET: Valdís Þóra hefir lokið keppni á NSW Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir lokið keppni á NSW Open, móti vikunnar á LET og reyndar samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra hefir fullan spilarétt á báðum mótaröðum. Valdís Þóra lék á samtals 6 undir pari, 278 höggum (63 70 72 73) og lauk keppni T-5, þ.e. hún deildi 5. sætinu með þeim Dikshu Dagar frá Indlandi og Felicity Johnson frá Englandi. Telja verður árangur Valdísar Þóru glæsilegan í ljósi þess að hún fann fyrir eymslum í baki þegar í upphafi móts og mun nú snúa til Akraness til þess að ráðfæra sig við lækni. Christine Wolf frá Austurríki varð í 4. sæti á samtals 7 undir pari og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 23:00

PGA: Fitzpatrick efstur e. 3. dag Arnold Palmer Inv.

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem er efstur á Arnold Palmer Invitational fyrir lokahring mótsins, sem spilaður verður á morgun. Fitzpatrick er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum ( 70 70 67). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Matthew Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti er sjálfur Rory McIlory, 1  höggi á eftir. Þriðja sætinu deila síðan bandaríski kylfingurinn Kevin Kisner, enski kylfingurinn Matt Wallace og Aaron Baddeley frá Ástralíu, sem ekki hefur sést lengi í efstu sætum stigalista. Til þess að sjá stöðuna á Arnold Palmer Invitational að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (10)

There was a guy so addicted to golf that all he did was go out on the links every single day. He had ambitions of making it to the Tour, so he took his game very seriously. One windy day while playing in the finals of a tournament, the guy was in contention, so he played every shot with utmost care and concentration. After all the scores were submitted, he was declared the winner of the tournament. He went home to his wife with the trophy and a small cash prize. He kept repeating his round over dinner. The wife, who is not the least bit interested in golf, got Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marlene Streit ——- 9. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Marlene Streit, en hún á 85 ára afmæli í dag. Streit er kanadískur kylfingur sem fæddist 9. mars 1934 í Cereal, Kanada og á því 85 ára stórafmæli í dag! Marlene Streit hefir alla tíð verið áhugamaður í golfi. Og sem slík var hún sá kanadíski kvenkylfingur sem náð hefir mestum árangri. Hún er eini kylfingurinn í sögunni sem sigrað hefir ástralska, enska, kanadíska og bandaríska Women’s Amateurs mótið. Streit útskrifaðist frá Rollins College árið 1956, og vann American individual intercollegiate golf titilinn þetta sama ár (gekk þá undir nafninu the Division of Women’s and Girls’ Sports (DWGS)); en þróaðist í það sem við í dag þekkjum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 15:00

Evróputúrinn: Wilson efstur e. 3. dag Oman Open

Það er enski kylfingurinn Oliver Wilson, sem er efstur eftir 3. dag Oman Open. Wilson er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 206 höggum ( 69 68 69). Í 2. sæti 1 höggi á eftir eru spænski kylfingurinn Nacho Elvira, Mike Lorenzo-Vera frá Frakklandi, Erik Van Rooyen frá S-Afríku og ástralski kylfingurinn Nick Cullen. Til þess að sjá stöðuna á Oman Open SMELLIÐ HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2019 | 07:00

LET: Valdís Þóra T-3 e. 3. dag NSW Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET er T-3 eftir 3. hring NSW Open. Hún lék 3. hring á sléttu pari, 72 höggum – fékk Samtals hefir Valdís Þóra því leikið á 8 undir pari, 205 höggum (63 70 72), líkt og Karolin Lampert frá Þýskalandi og Christine Wolf frá Austurríki. Í efsta sæti eru nú Megan MacLaren, frá Englandi, sem á titil að verja og Lynn Carlsson frá Svíþjóð, en báðar hafa spilað á samtals 10 undir pari. Spennandi lokahringur er framundan í kvöld! Sjá má stöðuna á NSW Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 23:30

Symetra: Ólafía Þórunn úr leik

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, er úr leik á SKYiGOLF mótinu, sem er mót í 2. deildinni í kvennagolfinu þ.e. Symetra mótaröðinni. Hún lék seinni hring sinn á 3 yfir pari, 75 höggum – fékk m.a. skramba +2 á 18. holu, sem reyndist dýrkeyptur. Samtals lék Ólafía Þórunn á 3 yfir pari , 147 höggum (72 75). Aðeins munaði 1 höggi að Ólafía Þórunn næði niðurskurði, en hann var miðeeaður við samtals 2 yfir pari. Sjá má stöðuna á SKYiGOLF mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 17:00

Evróputúrinn: 3 efstir og jafnir á Oman Open í hálfleik

Það eru þeir George Coetzee, Justin Harding og Mike Lorenzo-Vera sem eru efstir og jafnir í hálfleik Oman Open. Allir hafa þeir spilað á samtals 8 undir pari (68 68). Adri Arnaus, sem var í forystu eftir 1. dag, Masahiro Kawamura, Erik Van Rooyen og Oliver Wilson deila síðan 4. sætinu, einu höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna á Oman Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Oman Open SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: George Coetzee frá Suður-Afríku, einn forystumanna í hálfleik Oman Open 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Óskarsdóttir – 8. mars 2019

Afmæliskylfingur dagsins að þessu sinni er Margrét Óskarsdóttir. Margrét er fædd 8. mars 1964 og er því 55 ára. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Margrét Óskarsdóttir – 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Warren, 8. mars 1964 (55 ára); Jónmundur Guðmarsson, 8. mars 1968 (51 árs); Sunna Reynisdóttir, 8. mars 1968 (51 árs); Tómas Þráinsson, 8. mars 1968 (51 árs)  Eggert Bjarnason, 8. mars 1978 (41 árs); Erla Þorsteinsdóttir, GS, 8. mars 1978 (41 árs); Paola Rodriguez, ….. og …… Col Golfistas Btá og ปรีชา นาเมืองรักษ์ Lesa meira