Afmæliskylfingur dagsins: Lilja Þorsteinsdóttir – 27. apríl 2019
Það er Lilja Þorsteinsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Lilja er fædd 27. apríl 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska Lilju til hamingju með afmælið. Lilja Þorsteinsdóttir · 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Warren Kenneth Wood, 27. apríl 1887 – d. 27. október 1926; Leo Diegel, 27. apríl 1899 – d. 8. maí 1951; David K. Oakley, 27. apríl 1945 – d. 2. júlí 2006; Stefán Jóhannesson, 27. apríl 1962 (57 ára); Friðmey Jónsdóttir, GL, 27. apríl 1987 (32 ára); Gaganjeet Bhullar 27. april Lesa meira
Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð á Lalla Meryem Cup 2019
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í LET mótinu Lalla Meryem Cup. Mótið fer fram á bláa vellinum, í Royal Dar Es Salam, í Marokkó, dagana 25.-28. apríl 2019. Hún komst í gegnum niðurskurð, sem er algjörlega frábært!!! Valdís Þóra er búin að spila á samtals 7 yfir pari (76 77) og það var það sem þurfti – niðurskurðurinn miðaður við 7 yfir pari eða betra!!! Sem stendur er Valdís Þóra T-56. Eftir 2. dag er það spænski kylfingurinn Nuria Iturrios sem er í efsta sæti á samtals 7 undir pari (68 71). Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Roberto Diaz (37/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals. Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Laufey Sigurðardóttir – 26. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Laufey Sigurðardóttir, GO. Laufey er fædd 26. apríl 1967 og á því 52 ára afmæli í dag. Laufey hefir tekið þátt í mörgum innanfélagsmótum, m.a. púttmótum hjá GO sem opnum mótum og staðið sig vel. Laufey er gift Bjarka Sigurðssyni og eiga þau synina Sigurð Björn og Arnór Inga. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan : Laufey Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mac O’Grady, 26. apríl 1951 (68 ára); Nancy Scranton, 26. apríl 1961 (58 árs); Edda Björk Magnúsdóttir, 26. apríl 1965 (54 ára); Lesa meira
Tiger spilar í Japan í október
Meðan golfheimurinn bíður þess eftirvæntingafullur hvar Tiger muni spila næst, þá kom hinn 15-faldi risamótsmeistari (Tiger) öllum á óvart sl. miðvikudag, með yfirlýsingu um hvar hann muni spila. Meðan að margir bjuggu við að hann myndi spila næst í Wells Fargo Championship í Charlotte, Norður-Karólínu, þá tilkynnti Tiger að hann myndi tía upp í Japan á ZOZO Championship næsta október, en mótið fer þá fram í fyrsta sinn. „Ég er spenntur fyrir því að spila í fyrsta ZOZO Championship í október og snúa aftur til Japan, sem er eitt af uppáhaldslöndum mínum,“ tvítaði Tiger. „Þetta verður skemmtilegt haust.“ Þessi tilkynning kom mörgum á óvart, en varpaði ljósi á þetta litla mót, fyrir Lesa meira
Haraldur Franklín efstur í Master of the Monster Match Play – 3 íslenskir kylfingar komust áfram
Þrír kylfingar komust í gegn í Master of the Monster Match Play: Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristinson. Haraldur Franklín náði þar að auki þeim glæsilega árangri að vera efstur af þeim 35 og þeim, sem jafnir eru í 35. sætinu. Að vera í 35. sæti eða jafn í 35. sæti þurfti til, til þess að komast áfram. Fjórði íslenski kylfingurinn, Andri Þór Björnsson, GR, var ekki langt frá því að komast í gegn. Mótið fer fram á Green Eagle Golf í Winsen, Þýskalandi, en sjá má eldri kynningu Golf 1 á þeim golfstað með því að SMELLA HÉR: Mótið stendur frá 25.-27. apríl 2019 og lýkur Lesa meira
Sást til Kim í Kaliforníu
Anthony Kim (AK) er 33 ára, ári yngri en Dustin Johnson, en ekkert hefir sést til hans í atvinnumennskunni frá árinu 2012 þegar handarmeiðsli urðu til þess að hann varð að leggja golfskóna á hilluna. Það ….. og 8 stafa tryggingargreiðsla. Og þar sem Kim, sem var m.a. vinsæll Ryder Cup leikmaður, hefir ekkert láta bera á sér þá tók athugull golfáhugamaður eftir Kim þar sem hann var á gangi með hund sinn í West Hollywood í Kaliforníu. Benjamin Bujnowski, söluráðgjafi á Toast, sem er vinsæll morgunverðarstaður í Los Angeles, sá þegar maður ásamt kærustu sinni var á gangi með hund sinn. Hann þekkti Kim á tattúi af labrador hundi, sem Lesa meira
PGA: Mullinax og Stallings efstir á Zurich Classic e. 1. dag
Mót vikunnar á PGA Tour er Zurich Classic of New Orleans, sem venju skv. fer fram í Avondale, Louisiana, í ár þann 25.-28. apríl 2019. Það sem er óvenjulegt í ár er að mótið er með breyttu leikfyrirkomulagi, var áður hefðbundin höggleikskeppni en nú eru 1. og 3. hringirnir fjórbolti (þ.e. besti bolti) og hringir 2 og 4 fjórmenningur (þar sem annar kylfingur tekur öll teighögg á holum með oddatölu en hinn á holum með jöfnum tölum). Það eru 80 lið sem hefja keppni og eftir 2 dag er skorið niður og aðeins 35 efstu liðin og þau lið sem eru jöfn í 35. sæti fá að halda áfram. Eftir Lesa meira
LET: Valdís Þóra hóf leik á Lalla Meryem Cup í dag
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í LET mótinu Lalla Meryem Cup. Mótið fer fram á bláa vellinum, í Royal Dar Es Salam, í Marokkó, dagana 25.-28. apríl 2019. Valdís Þóra lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 76 höggum. Skorkortið var ansi skrautlegt en á því voru 2 fuglar, 12 pör, 3 skollar og einn tvöfaldur skolli. Sem stendur er Valdís Þóra T-64 en sætaröðin gæti enn breyst lítillega, því ekki allar hafa lokið hringjum sínum. Í efsta sæti eftir 1. dag, sem stendur, er sænski kylfingurinn Lina Boqvist á 6 undir pari, en hún á eftir að spila 2 holur, svo einnig þetta gæti enn breyst. Lesa meira
Gleðilegt sumar!
Í dag er frídagur, Sumardagurinn fyrsti og og því miður ekkert mikið um opin golfmót, enda veturinn búinn að vera óvenjuharður og sumarið virðist fara seint af stað. Þó voru auglýst fleiri mót í ár, en mörg undanfarin ár, eða 4. Þau eru eftirfarandi: 25.04.19 GS Opna sumardagsmót GS Texas scramble 1 Almennt 25.04.19 GM *****Opna Golfkúlur.is (Betri bolti)***** Betri bolti 1 Almennt 25.04.19 GHR Vorkoma Höggleikur með forgjöf 1 Innanfélagsmót 25.04.19 GB Tiltektarmótið Punktakeppni 1 Innanfélagsmót Aðeins 2 af þessum 4 eru opin mót, en hin innanfélagsmót – en samt þetta er miklu betra en á undanförnum árum og boðar vonandi gott!!! Golf 1 óskar öllum kylfingum góðs golfsumars Lesa meira









