Afmæliskylfingur dagsins: Friðrik Sverrisson – 25. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Friðrik Sverrisson. Friðrik fæddist 25. apríl 1968 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Friðriks til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Friðrik Sverrisson – 51 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Henry Ciuci (f. 25. apríl 1903 – d. janúar 1986); Carl Jerome „Jerry“ Barber (f. 25. apríl 1916 – d. 23. september 1994); Halldór Tryggvi Gunnlaugsson, 25. apríl 1957 (62 ára); Christa Johnson, 25. apríl 1958 (61 árs); Wes Martin, 25. apríl 1973 (46 ára); Grégory Bourdy, 25. apríl 1982 (37 ára) …. og Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum: Alejandro Cañizares (27/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og hafa nú verið kynntir allir nema einn af nýju strákunum á keppnistímabilinu 2019. Þann sem á eftir að kynna er spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu Lesa meira
Michelle Wie frá keppni
Michelle Wie tilkynnti á félagsmiðlum að hún ætlaði að taka sér meira frí frá atvinnumennskunni í golfi og vonast til þess að geta snúið aftur heilbrigð og verkjalaus. Wie var í uppskurði á hægri hendi sinni í október 2018 og reyndi að snúa aftur en varð að hætta í nokkrum mótum vegna handarinnar. Wie skrifaði m.a. eftirfarandi á Instagram sl. þriðjudag: “Had an encouraging visit with my doctor, however, we both think it’s in my best interest to take some time away to allow my body to heal properly and get stronger,” (Lausleg þýing: „Ég var á uppörvandi fundi með lækninum mínum, en eftir sem áður, teljum við bæði að Lesa meira
Nordic Golf League: 4 íslenskir kylfingar með í Master of the Monster Match Play
Fjórir íslenskir kylfingar hefja leik í dag í Master of the Monster Match Play, sem er mót á Nordic Golf League mótaröðinni. Þetta eru þeir: Axel Bóasson, GK og GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. Mótið fer fram á Green Eagle Golf í Winsen, Þýskalandi, en sjá má eldri kynningu Golf 1 á þeim golfstað með því að SMELLA HÉR: Mótið stendur frá 25.-27. apríl 2019. Til þess að fylgjast með gengi Íslendinganna SMELLIÐ HÉR: Aðalmyndagluggi: Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Afmæliskylfingur dagsins: Lydia Ko ———— 24. apríl 2019
Það er Lydia Ko, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is. Lydia er fædd 24. apríl 1997 og á því 22 ára afmæli í dag. Ko er sem stendur nr. 16 á Rolex heimslista kvenna, en hefir náð toppinum var um skeið nr. 1 á listanum. Hún hefir á unga aldri sigrað í 20 mótum þar af 15 á LPGA og þ.á.m. tvívegis á risamótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (74 ára); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (71 árs); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (66 ára); Bjarki Sigurðsson, GO, 24. apríl 1965 (54 ára); Lee Westwood, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar luku keppni í 8. sæti á SoCon Championship
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University tóku þátt í SoCon Championship, sem fram fór á Pinehurst nr.9 í Norður-Karólínu, 21.-23. apríl s.l. Þátttakendur voru 40 frá 8 háskólum. Tumi varr á besta skori WCU, lauk kepp i í 18. sæti á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (76 72 75). Lið WCU lauk keppni í 8. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á SoCon Championship með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Tumi Hrafn Kúld og golflið WCU Mynd: WCU
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Ögmundsson – 23. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Ögmundsson, GR. Ágúst er fæddur 23. apríl 1946 og á því 73 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústi til hamingju með afmælið hér að neðan Ágúst Ögmundsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 (81 árs); Peter Teravainen, 23. apríl 1956 (63 ára); Terri Luckhurst, 23. apríl 1959 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Joseph (Jodie) Martin Mudd, 23. apríl 1960 (59 ára); Richard Greenwood, 23. apríl 1966 (53 ára); Anna Birgis, 23. apríl 1971 Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Zander Lombard (26/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember 2018 og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir Lesa meira
Erica Herman – Kærasta Tiger
Á 18. flötinni á Augusta National á sunnudeginum á Masters naut Tiger Woods nokkurra tilfinningaþrunginna faðmlaga þeirra sem standa honum næst, syni hans, dóttur, móður …. og kærustu sinnar til 2 ára Ericu Herman. Sjá má eldri grein Golf 1 um Ericu með því að SMELLA HÉR: og eldri grein Golf 1 um Ericu á Rydernum 2018 með því að SMELLA HÉR: Herman var í febrúar 2017 titluð aðalframkvæmdastjóra The Woods, tímabundins veitingastaðar á Genesis Open. Hin 33 ára Herman hafði þar áður starfað sem aðalframkvæmdastjóri veitingastaðar Tiger á Jupiter Island í Flórída, The Woods. Herman hefir sótt fjölmörg PGA Tour mót auk liðakeppna s.s. Ryder bikarinn, þar sem Tiger Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hlynur á besta skori North Texas e. 2. hringi á USA Championship
Hlynur Bergsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, North Texas, taka þátt í USA Men´s Golf Championship. Mótið fer fram í Texarkana CC, í Texarkana, Texas, dagana 22.-25. apríl 2019. Þátttekndur eru 65 frá 13 háskólum. Eftir 2 hringi er Hlynur á besta skori í liði sínu, er T-10 í einstaklingskeppninni, er samtals á 1 undir pari (72 71). Lið Hlyns, North Texas er í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má stöðuna á USA Men´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR:










