Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Roberto Diaz (37/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.

Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Nicholas Lindheim, Wes Roach og Cameron Tringale, Curtis Luck (16. sæti) frá Ástralíu, Dylan Frittelli frá S-Afríku og Sepp Straka frá Austurríki og síðan Stephan Jäger, sem varð í 15. sæti

Í dag verður kynntur sá sem var í 14. sæti á Web.com Tour Finals, en það er Roberto Diaz, sem vann sér inn 70,326 dollara á Web.com Finals.

Roberto Diaz fæddist 3. febrúar 1987 og er því 32 ára. Hann er 1,68 m og 82 kg.

Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með University of South Carolina Aiken, áður en hann gerðist atvinnumaður í golfi 2009.

Árið 2017, tapaði Díaz í bráðabana við Ethan Tracy í Club Colombia Championship. Árangur hans varð þó til þess að hann fór úr því að vera meðal 700 efstu á heimslistanum í 462. sætið, sem varð til þess að hann mátti taka þátt í WGC-Mexico Championship, þar sem hann var hæst rankaði mexíkanski kylfingurinn.

Díaz spilaði líka í Opna bandaríska, sem var fyrsta risamót hans, en þetta var mótið þar sem Phil Mickelson dró sig úr mótinu til þess að vera viðstaddur útskrift dóttur sinnar úr menntaskóla. Diaz lék á 72-76 og komst ekki í gegnum niðurskurð.

Í fyrra, 2018, komst Diaz á PGA Tour eftir að hafa orðið í 24. sæti á lokaúrtökumótinu. Hann tók þátt í Web.com Tour Finals 2018 og varð eins og segir í 14. sæti og framlengir því veru sína á PGA Tour keppnistímabilið 2019.