Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Geirsson – 29. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Geirsson. Hann er fæddur 29. apríl 1993 og á því 26 ára afmæli í dag!!! Gauti er í Golfklúbbi Ísafjarðar (GÍ). Komast má á facebook síðu Gauta hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Gauti Geirsson – 26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Lawrence Miller, 29. apríl 1947 (72 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (47 ára); Jóhannes Óli Ragnarsson, 29. apríl 1982 (37 ára) Lesa meira
Evróputúrinn: Campillo sigurvegari Trophée Hassan
Það var spænski kylfingurinn Jorge Campillo, sem stóð uppi sem sigurvegari í móti vikunnar á Evrópumótaröð karla, Trophée Hassan, sem fram fór á Royal Golf Dar Es Salam, í Rabat, Marokkó 25.-28. apríl sl. Campillo lék á samtals 9 undir pari, 283 höggum (72 71 69 71). Þrír deildu með sér 2. sætinu á samtals 7 undir pari, hver: bandarísku kylfingarnir Julian Suri og Sean Crocker og Erik Van Der Rooyen frá S-Afríku. Sjá má lokastöðuna í Trophée Hassan með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Trophée Hassan SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Lee sigraði í LA
Það var hin ástralska Minjee Lee, sem stóð uppi sem sigurvegari á Hugel – Air Premia LA Open, sem fram fór 25.-28. apríl 2019. Sigurskor Lee var 14 undir pari, 270 högg (66 – 69 – 67 – 68). Þetta er 5. titill Lee á LPGA. Lee átti heil 4 högg á þá sem varð í 2. sæti; Sei Young Kim frá S-Kóreu, en hún lék á samtals 10 undir pari (70 – 70 – 68 – 66). Bandarísku kylfingarnir Annie Park og Morgan Pressel deildu síðan 3. sætinu á samtals 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Hugel – Air Premia LA Open SMELLIÐ HÉR:
LET: Valdís Þóra lauk keppni T-62 á Lalla Meryem Cup
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tók þátt í LET mótinu Lalla Meryem Cup. Mótið fór fram á bláa vellinum, í Royal Dar Es Salam, í Marokkó, dagana 25.-28. apríl 2019 og lauk því í gær Valdís Þóra lék á samtals 13 yfir pari, 305 höggum (76 77 76 76) og lauk keppni T-62. Fyrir árangur sinn hlaut Valdís Þóra € 1,192.50. Það spænski kylfingurinn Nuria Iturrios sem sigraði á samtals 13 undir pari (68 71 70 70), en hún var í nokkrum sérflokki – næstu kylfingar á eftir, sænsku kylfingarnir tveir sem deildu 2. sæti; Solheim Cup kylfingurinn og Íslandsvinurinn Caroline Hedwall og Lina Boqvist voru báðar á 6 undir Lesa meira
PGA: Palmer og Rahm sigruðu á Zurich Classic
Það voru þeir Ryan Palmer og Jon Rahm, sem stóðu uppi sem sigurvegarar á Zurich Classic. Sigurskor þeirra var 26 undir pari, 262 högg (64 65 64 69). Í 2. sæti 3 höggum á eftir voru þeir Tommy Fleetwood og Sergio Garcia á samtals 23 undir pari, 265 höggum (65 68 64 68). Í 3. sæti voru síðan jafnir þeir Brian Gay og Rory Sabbatini annars vegar og Kyoung-Hoon Lee og Matt Every hins vegar, á samtals 21 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Zurich Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þór Ríkharðsson – 28. apríl 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Þór Ríkharðsson, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og á því 34 ára afmæli í dag. Þór er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið, hér fyrir neðan: Þór Ríkharðsson 28. apríl 1985 (34 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið Þór!!!) Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Sven Tumba Johannsson, f, 28. ágúst 1931 – d. 1. október 2011); Þorsteinn R. Þórsson, 28. apríl 1960 (59 ára); Stephen Michael Ames 28. apríl 1964 (55 ára); John Daly 28. apríl 1966 (53 ára); Elliði Vignisson, fv. bæjarstjóri Vestmannaeyja, 28. apríl Lesa meira
Symetra: Ólafía úr leik
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst ekki í gegnum niðurskurð í Murphy USA El Dorado Shootout mótinu, sem er mót vikunnar á Symetra mótaröðinni. Mótið fór fram 26.-28. apríl 2019 í El Dorado, Arkansas Ólafía Þórunn lék á samtals 15 yfir pari (78 81) og var 3 höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn. Sigurvegari í mótinu var fyrrum LPGA kylfingurinn Cydney Clanton – en sigurskor hennar var 2 undir pari 214 högg (68 – 74 – 72) og var hún önnur af tveimur sem spiluðu undir pari í mótinu – Hin var LPGA kylfingurinn Julieta Granada, en þær Clanton urðu að kljást um sigurinn í bráðabana þar sem Clanton hafði betur. Lesa meira
Dýr á golfvöllum: Krókódíll étur snák á Zurich Classic
Í þessari viku á Zurich Classic of New Orleans þá var mikið um dýralíf á vellinum, eins og alltaf. TPC Louisiana er fullt af krókódílum, snákum, fuglum og allt þar á milli og kylfingar, áhangendur og fjölmiðlamenn verða að gæta sín þegar þeir fara um völlinn. Sl. fimmtudag náðist eftirfarandi myndskeið af krókódíl að éta snák á vellinum, sem síðan birtist á félagsmiðlum PGA Tour. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Á fimmtudeginum var líka forvitinn krókódíll sem tékkaði eina af földum myndavélum PGA Tour, með því að synda að henni og rannsaka hana, sem hugsanlega fæðu. Á föstudeginum sló t.a.m. Si Woo Kim aðhögg sitt meðan risakrókódíll Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes m/glæsilegan lokahring upp á 69!!!
Jóhannes Guðmundsson, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Stephen F. Austin State University urðu í 3. sæti á Southland Conference Championship. Mótið fór fram í Stonebridge Ranch CC í McKinney, Texas, dagana 22.-24. apríl sl. Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum. Jóhannes lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (80 80 69) og varð T-18 í einstaklingskeppninni. Sérlega glæsilegur var lokahringur Jóhannesar upp á 3 undir pari, 69 högg; hring þar sem Jóhannes fékk 5 fugla, 12 pör og 1 tvöfaldan skolla. Jóhannes var á 3. besta skorinu í liði sínu. Sjá má lokastöðuna á Southland Conference Championship með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi 2019 (17)
Mikael var mjög góður kylfingur en hann var svo hrokafullur og leiðinlegur að þegar hann dó voru fáir sem felldu tár. Mikael kom að Gullna hliðinu þar sem Lykla-Pétur beið eftir honum. En í stað þess að fara í gegnum hliðið eins og flestir gera þá stansaði Mikael og spurði spurningar. „Áður en ég samþykki að koma inn, þá vil ég vita nákvæmlega hvers konar golfvelli þið eruð með hér,“ sagði hann við Lykla-Pétur. „Það ætti ekki að skipta þig máli,“ svaraði Lykla-Pétur. „En það gerir það!“ Og síðan á sinn hrokafulla hátt sagði hann „Nú ef ég get ekki fengið að líta á þá (golfvellina) þá kem ég ekki Lesa meira










