Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2019 | 08:00

Evróputúrinn: Rahm sigraði á Opna írska

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm sem sigraði á Opna írska.

Sigurskorið var samtals 16 undir pari, 264 högg (67 71 64 62).

Rahm átti 2 högg á næstu keppendur þ.e. enska kylfinginn Andy Sullivan og Austurríkismanninn Bernd Wiesberger, en þeir tveir deildu 2. sætinu á samtals 14 undir pari, hvor.

Fyrir sigurinn í mótinu hlaut Rahm € 1,034,478 (þ.e. u.þ.b. 14.6 milljónir íslenskra króna).

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Opna írska SMELLIÐ HÉR: