Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 21:00

Evróputúrinn: MacIntyre efstur

Skoski kylfingurinn Robert MacIntyre leiðir í móti vikunnar á Evróputúrnum í hálfleik, en það er Porsche European Open. Mótið fer fram á Green Eagle golfvellinum nálægt Hamburg í Þýskalandi, dagana 5.-8. september 2019. Skor MacIntyre er 11 undir pari, 133 högg (68 65) og á hann 4 högg á næsta mann; heimamanninn Bernd Ritthammer, sem búinn er að spila á samtals 7 undir pari. Sjá má stöðuna á Porsche European Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Íslandsmeistari í golfi 2019, og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Mótið sem þeir spila í er Open de Bretagne og fer fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André, í Frakklandi. Eftir 2. dag eru þeir Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur hnífjafnir; báðir búnir að spila á samtals 1 undir pari, 139 höggum (67 72) og eru T-15. Ljóst erað báðir flugu í gegnum niðurskurð og spila um helgina. Efstur í hálfleik er nýsjálenski kylfingurinn Josh Geary; en hann hefir spilað á samtals 5 undir pari, 135 höggum (68 67). Sjá má stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 18:00

Ko bætti met Tiger

Hvenær sem minnst er á nafn kylfings í sömu andrá og Tiger Woods, þá er það líklega hrós. Tiger, golfgoðsögn í lifandi lífi, átti eitt besta ár sitt árið 2000, en þá var hann að meðaltali með 67.794 högg yfir árið, en það færði honum 9 sigra þ.á.m. í 3 risamótum og hann komst í gegnum niðurskurð í öllum mótum, sem hann tók þátt í, á árinu. Árið 2000 lék Tiger 110 holur án þess að fá skolla – það eru fleiri en 6 hringir án þess að missa högg – 110 högg var met …. en það var núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Jin Young Ko, sem bætti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir . Hún er fædd 6. september 1997 og á því 22 ára afmæli í dag! Ragnhildur er afrekskylfingur í GR og búin að standa sig hreint frábærlega á mótum nú í ár. Ragnhildur stundar nám í Bandaríkjunum við Eastern Kentucky University og verður að sjálfsögðu með í bandaríska háskólagolfinu!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Ragnhildur Kristinsdóttir GR. Ragnhildur Kristinsdóttir – 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (90 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jóhann Smári Jóhannesson, 6. september 1935 (84 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2020: Maverick McNealy (3/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst meðal efstu manna!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Íslandsmeistari í golfi 2019, og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukylfingum í Evrópu. Þeir léku báðir á -3 á fyrsta keppnisdeginum og eru á meðal 5 efstu. Guðmundur Ágúst fékk alls 6 fugla á hringnum og 3 skolla. Á meðan Birgir Leifur fékk fimm fugla og 2 skolla. Keppt er í Frakklandi á móti sem heitir Open de Bretagne og fer fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André. Sjá má stöðuna í Open de Bretagne  mótinu með því að SMELLA HÉR: Guðmundur Ágúst öðlaðist keppnisrétt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 18:00

Spork og Sörenstam í frægðarhöll kylfinga

Kylfingarnir Shirley Spork og „Íslandsvinurinn“ Annika Sörenstam verða vígðar í frægðarhöll kylfinga ( PGA of America Hall of Fame) 5. nóvember n.k. í West Palm Beach, Flórída. Spork er ein af stofnendum LPGA og hefir kennt golf mestan part ævinnar. Hún sigraði í fyrsta risamóti sínu aðeins 24 ára. Reyndar hafa þær báðar Spork og Annika sigrað í 10 risamótum kvennagolfsins. Anniku er næsta óþarfi að kynna, hún er ein af lifandi golfgoðsögnum kvennagolfsins – Sjá kynningu á henni með því að SMELLA HÉR: Þær báðar Spork og Sörenstam hafa markað sögu kvennagolfsins og skilið eftir sig djúp spor sigurs og endurgjafar til golfíþróttarinnar, Annika er m.a. stofnandi ANNIKA Foundation sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 17:00

NGL: Íslendingarnir úr leik í SM Match

Þrír íslenskir kylfngar tóku þátt í SM Match mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League. Þetta voru þeir: Aron Bergsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús. Þeir duttu allir úr keppni í 2. umferð, sem leikin var í dag. Í 64 manna úrslitum sigraði Aron Bergsson fyrstu viðureign sinni 2&0 en tapaði síðan í dag fyrir Christopher Sahlström frá Svíþjóð. Í 1. umferð bar Axel sigurorð af sænska kylfingnum Anton Moström, en tapaði síðan í dag 3&2 fyrir Adam Eineving frá Noregi. Haraldur Franklín varð að láta í minni pokann fyrir  William Nygård þegar í 64 manna úrslitum. Allir íslensku kylfingarnir eru því úr leik. Sjá má stöðuna í SM Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alexa Stirling Fraser – 5. september 2019

Það er Alexa Stirling Fraser, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún var fædd 5. september 1897 og hefði orðið 122 ára í dag hefði hún lifað, en Alexa dó 15. apríl 1977. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Alexu Stirling Fraser í greinaflokknum kylfingar 19. aldar með því að SMELLA HÉR; Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Thomas Charles Pernice Jr. 5. september 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!!); Grétar (Gressi) Agnars, 5. september 1972 (47 ára); Ingvar Karl Hermannsson, 5. september 1982 (37 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2020: Tim Wilkinson (1/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Lesa meira