Evróputúrinn: MacIntyre efstur
Skoski kylfingurinn Robert MacIntyre leiðir í móti vikunnar á Evróputúrnum í hálfleik, en það er Porsche European Open. Mótið fer fram á Green Eagle golfvellinum nálægt Hamburg í Þýskalandi, dagana 5.-8. september 2019. Skor MacIntyre er 11 undir pari, 133 högg (68 65) og á hann 4 högg á næsta mann; heimamanninn Bernd Ritthammer, sem búinn er að spila á samtals 7 undir pari. Sjá má stöðuna á Porsche European Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Porsche European Open með því að SMELLA HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst T-15 e. 2. dag
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Íslandsmeistari í golfi 2019, og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Mótið sem þeir spila í er Open de Bretagne og fer fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André, í Frakklandi. Eftir 2. dag eru þeir Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur hnífjafnir; báðir búnir að spila á samtals 1 undir pari, 139 höggum (67 72) og eru T-15. Ljóst erað báðir flugu í gegnum niðurskurð og spila um helgina. Efstur í hálfleik er nýsjálenski kylfingurinn Josh Geary; en hann hefir spilað á samtals 5 undir pari, 135 höggum (68 67). Sjá má stöðuna Lesa meira
Ko bætti met Tiger
Hvenær sem minnst er á nafn kylfings í sömu andrá og Tiger Woods, þá er það líklega hrós. Tiger, golfgoðsögn í lifandi lífi, átti eitt besta ár sitt árið 2000, en þá var hann að meðaltali með 67.794 högg yfir árið, en það færði honum 9 sigra þ.á.m. í 3 risamótum og hann komst í gegnum niðurskurð í öllum mótum, sem hann tók þátt í, á árinu. Árið 2000 lék Tiger 110 holur án þess að fá skolla – það eru fleiri en 6 hringir án þess að missa högg – 110 högg var met …. en það var núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Jin Young Ko, sem bætti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir . Hún er fædd 6. september 1997 og á því 22 ára afmæli í dag! Ragnhildur er afrekskylfingur í GR og búin að standa sig hreint frábærlega á mótum nú í ár. Ragnhildur stundar nám í Bandaríkjunum við Eastern Kentucky University og verður að sjálfsögðu með í bandaríska háskólagolfinu!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Ragnhildur Kristinsdóttir GR. Ragnhildur Kristinsdóttir – 22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (90 ára MERKISAFMÆLI!!!); Jóhann Smári Jóhannesson, 6. september 1935 (84 Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2020: Maverick McNealy (3/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst meðal efstu manna!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Íslandsmeistari í golfi 2019, og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, eru báðir á meðal keppenda á Áskorendamótaröðinni í þessari viku. Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukylfingum í Evrópu. Þeir léku báðir á -3 á fyrsta keppnisdeginum og eru á meðal 5 efstu. Guðmundur Ágúst fékk alls 6 fugla á hringnum og 3 skolla. Á meðan Birgir Leifur fékk fimm fugla og 2 skolla. Keppt er í Frakklandi á móti sem heitir Open de Bretagne og fer fram á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André. Sjá má stöðuna í Open de Bretagne mótinu með því að SMELLA HÉR: Guðmundur Ágúst öðlaðist keppnisrétt á Lesa meira
Spork og Sörenstam í frægðarhöll kylfinga
Kylfingarnir Shirley Spork og „Íslandsvinurinn“ Annika Sörenstam verða vígðar í frægðarhöll kylfinga ( PGA of America Hall of Fame) 5. nóvember n.k. í West Palm Beach, Flórída. Spork er ein af stofnendum LPGA og hefir kennt golf mestan part ævinnar. Hún sigraði í fyrsta risamóti sínu aðeins 24 ára. Reyndar hafa þær báðar Spork og Annika sigrað í 10 risamótum kvennagolfsins. Anniku er næsta óþarfi að kynna, hún er ein af lifandi golfgoðsögnum kvennagolfsins – Sjá kynningu á henni með því að SMELLA HÉR: Þær báðar Spork og Sörenstam hafa markað sögu kvennagolfsins og skilið eftir sig djúp spor sigurs og endurgjafar til golfíþróttarinnar, Annika er m.a. stofnandi ANNIKA Foundation sem Lesa meira
NGL: Íslendingarnir úr leik í SM Match
Þrír íslenskir kylfngar tóku þátt í SM Match mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League. Þetta voru þeir: Aron Bergsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús. Þeir duttu allir úr keppni í 2. umferð, sem leikin var í dag. Í 64 manna úrslitum sigraði Aron Bergsson fyrstu viðureign sinni 2&0 en tapaði síðan í dag fyrir Christopher Sahlström frá Svíþjóð. Í 1. umferð bar Axel sigurorð af sænska kylfingnum Anton Moström, en tapaði síðan í dag 3&2 fyrir Adam Eineving frá Noregi. Haraldur Franklín varð að láta í minni pokann fyrir William Nygård þegar í 64 manna úrslitum. Allir íslensku kylfingarnir eru því úr leik. Sjá má stöðuna í SM Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Alexa Stirling Fraser – 5. september 2019
Það er Alexa Stirling Fraser, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún var fædd 5. september 1897 og hefði orðið 122 ára í dag hefði hún lifað, en Alexa dó 15. apríl 1977. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Alexu Stirling Fraser í greinaflokknum kylfingar 19. aldar með því að SMELLA HÉR; Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Thomas Charles Pernice Jr. 5. september 1959 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!!); Grétar (Gressi) Agnars, 5. september 1972 (47 ára); Ingvar Karl Hermannsson, 5. september 1982 (37 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2020: Tim Wilkinson (1/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals. Fyrst verða kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, fyrst var kynntur sá sem varð í 25. sæti og rétt slapp inn á mótaröðina og síðan endað á þeim sem landaði 1. sæti stigalistans, Scottie Lesa meira










