Andri Þór Björnsson, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 20:00

Úrtökumótin f. Evróputúrinn: Andri Þór, Bjarki og Rúnar komust á 2. stigið!!!

Þrír íslenskir kylfingar náðu í dag þeim glæsilega árangri að komast á 2. stig úrtökumóts fyrir Evróputúrinn af Fleesensee úrtökumótinu í Þýskalandi.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson, GR;  Bjarki Pétursson, GB og Rúnar Arnórsson, GK.

16 efstu og þeir sem jafnir voru í 16. sætinu komust á 2. stigið.

Framangreindu íslensku kylfingarnir 3 voru allir jafnir í 12. sæti úrtökumótsins.

Axel Bóasson, GK og Ragnar Már Garðarsson, GKG náðu ekki að vera meðal efstu 16 eða þeirra sem jafnir voru í 16. sæti.

Aron Snær Júlíusson, GKG komst ekki gegnum niðurskurð eftir 3. dag.

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Fleesensee, Þýskalandi með því að SMELLA HÉR: