Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 19:45

LET Access: Guðrún Brá náði niðurskurði!!!

Berglind Björnsdóttir, GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK taka þátt í móti vikunnar á LET Access mótaröðinni, WPGA International Challenge 2019.

Mótið hófst í gær og stendur dagana 12.-14. september.

Mótsstaður er Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa golfstaðurinn í Stoke By Nayland, í Englandi.

Guðrún Brá hefir samtals spilað á 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og komst gegnum niðurskurð – er T-27, þ.e. jöfn öðrum kylfingum í 27. sæti mótsins.

Berglindi komst ekki gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á WPGA International Challenge 2019 með því að SMELLA HÉR: