Atvinnukylfingar segja hverjir eru uppáhaldsspilafélagarnir
Í atvinnumennskunni í golfi eru kylfingar oftast bara að hugsa um sjálfa sig, það þarf ekki að sýna meðkylfingum sínum tryggð, nema ef vera kynni þegar uppfylla þarf einhver verkefni frá styrktaraðilum. Þeir víla því ekkert fyrir sér að segja álit sitt á öðrum atvinnukylfingum; sérstaklega þegar spurt er þannig að þeim er heitin nafnleynd. Svo var einmitt í könnum sem Golf Magazine gerði í síðasta mánuði á Safeway Open mótinu – valdir voru 52 atvinnukylfingar á PGA Tour og þeir spurðir 46 spurninga í tvo daga á Silverado golfstaðnum. Meðal þeirra sem valdir voru, voru 30 kylfingar sem sigrað höfðu á PGA Tour, 3 risamótssigurvegarar og 15 leikmenn sem Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur varð í 2. sæti!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í síðasta móti haustannar, þ.e. Terrier Intercollegiate í Spartansburg S-Karólínu. Mótið fór fram í Country Club of Spartansburg, 28.-29. október og lauk í gær. Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum. Ragnhildur lék á sléttu pari, 216 höggum (71 73 72) og varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni – STÓRGLÆSILEGT hjá Ragnhildi!!! Lið EKU lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni. Minnst er á góðan árangur Ragnhildar á heimasíðu EKU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna í Terrier Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Ragnhildar og félaga er 10. febrúar 2020.
Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi lauk keppni á Hawaii
Viktor Ingi Einarsson, GR tók þátt í Hoakalei C.C. Invitational mótinu, sem fór fram dagana 28.-30. október á Hawaii og lauk í dag. Mótsstaðurinn var Hoakalei Country Club á Ewa Beach í Hawaii. Þátttakendur voru 114 frá 20 háskólum. Viktor Ingi lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (74 70 75). Hann tók aðens þátt í einstaklingskeppninni og varð T-52 – hefði verið í 3. sæti í liði sínu hefði hann spilað í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Hoakalei C.C. Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Viktors Inga og Missouri er á vorönn 2020.
Afmæliskylfingur dagsins: Sesselja Björnsdóttir – 30. október 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Sesselja Björnsdóttir. Sesselja er fædd 30. október 1957 og á því 62 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sesselja Björnsdóttir – Innilega til hamingju með 62 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón Smári Guðmundsson 30. október 1961 (58 ára), Mayumi Hirase (jap: 平瀬真由美) 30. október 1969 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Anton Þór, 30. október 1976 (43 ára);… og … Samskipti Ehf Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar luku keppni T-7 í Arkansas
Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe (ULM) tóku þátt í Little Rock Golf Classic mótinu, sem fram fór í Diamante CC, í Hot Springs Village, Arkansas. Mótið stóð dagana 27.-29. október 2019 og lauk í dag. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Eva Karen lék á samtals 225 höggum (75 74 76) og lauk keppni T-26 í einstaklingskeppninni, þ.e. meðal efri þriðjungs keppenda og var á 3. besta skori ULM. ULM lauk keppni T-7 í liðakeppninni. Fylgjast má með Evu Karenu og félögum með því að SMELLA HÉR: Þetta er síðasta mótið á haustönn hjá Evu Karenu og eru engin ný mót á dagskrá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andrea lauk keppni T-11 og Saga T-41 í Las Vegas
Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR og félagar í Colorado State tóku þátt í Las Vegas Collegiate Showdown, en mótið stóð 27.-29. október 2019 og varr það síðasta hjá Colorado State á haustönn. Mótsstaður var Boulder Creek golfstaðurinn í Las Vegas, Nevada. Þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum. Andrea lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (77 72 72) og varð T-11 í einstaklingskeppninni, sem er glæsilegur árangur!!! Hún var á besta skori Colorado State. Saga lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (81 74 74) – átti erfiða byrjun en sýndi karakter og náði að sýna sitt rétta andlit undir lokinn og lauk keppni T-41. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2019
James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 96 ára í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein Lesa meira
Guðmundína Ragnarsdóttir – 61 árs!!!
Guðmundína Ragnarsdóttir er 61 árs í dag. Hún er fædd 28. október 1958. Guðmundína er lögfræðingur frá HÍ og er starfandi lögmaður hjá Lögvík í Hafnarfirði. Hún er í golfhóp Félags kvenna í lögmennsku (skammst.: FKL), auk þess sem hún er í Golfklúbbnum Oddi (GO). Guðmundína er gift Viggó Sigurðssyni. Golf 1 óskar Guðmundínu innilega til hamingju með merkisafmælið í fyrra og 61. árs afmælið í ár!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þór Ágústsson – 28. október 2019
Það er Ólafur Þór Ágústsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ólafur Þór er fæddur 28. október 1975 og á því 44 ára afmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ólafi Þór til hamingju með daginn hér að neðan: Ólafur Þór– Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudmundina Ragnarsdottir, GO 28. október 1958 (61 árs MERKISAFMÆLI – Innilega til hamingju!!!); Atli Ingvars, 28. október 1963 (56 ára); Klaus Richter, 28. október 1966 (53 ára); Guðmundur Steingrímsson, 28. október 1972 (47 ára); Maren Rós 28. október 1981 (38 ára); Na Yeon Choi, 28. október Lesa meira
PGA: Tiger á spjöld sögunnar!
Tiger Woods bætti við enn öðrum kapítulanum í golfsögunni þegar hann sigraði á fyrsta móti, sem PGA Tour heldur í Japan, ZOZO Championship. Þar jafnaði hann mótamet Sam Snead – en báðir hafa sigrað í 82 mótum á PGA Tour, þ.e. hafa sigrað í langflestum mótum á þeirri mótaröð. Tiger lék á samtals á 19 undir pari, 261 höggi (64 64 66 67). Hann átti 3 högg á heimamanninn, Hideki Matsuyama, sem varð í 2. sæti á samtals 16 undir pari, 264 höggum (65 67 65 67). Mótið fór fram í Chiba, Japan, dagana 24.-27. október og lauk því í gær. Sjá má lokastöðuna á ZOZO mótinu með því að Lesa meira










