Evróputúrinn: Välimäki sigraði!
Nýliðinn á Evróputúrnum, Sami Välimäki, 21 árs, sigraði í dag á Oman Open. Mótið fór fram dagana 27. febrúar – 1. mars 2020 á Al Mouj golfstaðnum í Múskat, í Oman. Välimäki og Brandon Stone frá S-Afríku voru efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Välimäki hafði betur. Golf 1 hefir nýlega kynnt Välimäki og má sjá kynninguna á honum með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta lokahrings Oman Open með því að SMELLA HÉR:
LET: Guðrún Brá og Valdís Þóra luku keppni á NSW Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL luku í dag keppni á Women´s NSW Open í Ástralíu. Valdís Þóra lauk keppni T-21; lék á samtals 2 yfir pari, 290 höggum (69 69 68 68). Fyrir árangur sinn hlaut Valdís Þóra 2801,5 evrur eða u.þ.b. 390.000 íslenskar krónur. Guðrún Brá varð i 65. sæti, en hún lék á samtals 22 yfir pari, 210 höggum (77 72 81 80) og hlaut fyrsta tékkann sinn á LET, 630 evrur eða u.þ.b. 90.000 íslenskar krónur. Sigurvegari á Women´s NSW Open varð sænski kylfingurinn Julia Engström – Sigurskorið var samtals 14 undir pari (69 69 68 68). Sjá má lokastöðuna á Women´s NSW Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (9/2020)
Einn stuttur sem segja verður á ensku: Question: What’s the difference between a bad golfer and a bad skydiver? Answer: A bad golfer goes *Whack!* „Darn!“, but a bad skydiver goes „Darn!“ *WHACK!*
Afmæliskylfingur dagsins: Petrína Konráðsdóttir – 29. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Petrína Konráðsdóttir. Hún er fædd 29. febrúar 1964 og er því 14 ára í dag! Petrína er í Golfklúbbi GÞH – þ.e. Golfklúbbi Þverá Hellishólum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Petrína Konráðsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dinah Shore, 29. febrúar 1916 – d. 24. febrúar 1994; Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
NGL: Rúnar T-19 og Bjarki T-26 e. 2. dag á Lumine Lakes Open
Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Lumine Lakes Open, sem er 2. mót 2020 keppnistímabils Nordic Golf League mótaraðarinnar: Bjarki Pétursson, GB, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Skorið var niður eftir 2. hring og komust Bjarki og Rúnar áfram en Ragnar Már er úr leik. Rúnar hefir spilað fyrstu 2 hringina á samtals 3 undir pari, 140 höggum (71 69). Bjarki hefir spilað á samtals 2 undir pari, 141 höggi (70 71). Ragnar Már lék á samtals 9 yfir pari, 152 höggum (77 75) og er eins og áður segir úr leik. Sjá má stöðuna á Lumine Lakes Open með því að SMELLA HÉR:
LET: Staðan e. 3. dag á NSW Open
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í Women´s NSW Open, sem er samstarfsverkefni LET og ALPG. Báðar komust þær í gegnum niðurskurð í gær. Valdís Þóra er T-30 búin að spila á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (72 74 72). Guðrún Brá er í 65. sæti, átti ekki sinn besta hring; er á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 72 81). Báðar spila þær lokahringinn á morgun. Til þess að sjá stöðuna á Women´s NSW Open SMELLIÐ HÉR:
PGA: Steele efstur 2. dag The Honda Classic
Það er bandaríski kylfingurinn Brendan Steele, sem er efstur í hálfleik á The Honda Classic. Steele hefir spila á samtals 5 undir pari, 135 höggum (68 76). Í 2. sæti eru JT Poston, Lee Westwood og Luke Donald, allir á samtals 4 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á The Honda Classic SMELLIÐ HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á The Honda Classic með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurlín Jóna Baldursdóttir – 28. febrúar 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurlín Jóna Baldursdóttir. Hún er fædd 28. febrúar 1964. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Sigurlín Jóna Baldursdóttir – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Aliss, 28. febrúar 1931 (89 ára); Rex Bernice Baxter Jr., 28. febrúar 1936 (84 ára); Petrína Baldurssdóttir, 28. (eiginlega 29.) febrúar 1964 (56 ára); Ellert Ásbjörnsson, GK, 28. febrúar 1967 (53 ára); Jose Luis Adarraga Gomez, 28. febrúar 1983 (37 ára) ….. og ….. Sverrir Einar Eiríksson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira
LET: Valdís flaug g. niðurskurð
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, flaug í gegnum niðurskurðinn á Women´s NSW Open. Hún lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (72 74) og er T-31 eftir 2. dag mótsins. Glæsileg!!! Nú hafa allar lokið 2. hring og í 1. sæti er belgískur kylfingur Manon De Roey á samtals 9 undir pari (71 64) – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á De Roey með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR:
LET: Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!
Annar hringur Women´s NSW Open stendur nú yfir. Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefir lokið leik og bætti sig um heil 5 högg frá 1. hring sínum. Glæsileg!!! Samtals hefir Guðrún Brá spilað á 5 yfir pari, 149 höggum (77 72). Hún er þegar þetta er ritað (kl. 7:15) T-54 og er að gera það sem þarf til þess að komast í gegnum niðurskurð, sem miðast einmitt við samtals 5 yfir par eða betra. Nokkrar eiga eftir að ljúka keppni þannig að endanleg sætistala og skipan um hverjar komist í gegnum niðurskurð liggur ekki fyrir, en telja verður allar líkur á að Guðrún Brá sé komin í Lesa meira









