Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2020 | 07:20

LET: Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!

Annar hringur Women´s NSW Open stendur nú yfir.

Íslandsmeistarinn í höggleik 2019, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefir lokið leik og bætti sig um heil 5 högg frá 1. hring sínum. Glæsileg!!!

Samtals hefir Guðrún Brá spilað á 5 yfir pari, 149 höggum  (77 72). Hún er þegar þetta er ritað (kl. 7:15) T-54 og er að gera það sem þarf til þess að komast í gegnum niðurskurð, sem miðast einmitt við samtals 5 yfir par eða betra.

Nokkrar eiga eftir að ljúka keppni þannig að endanleg sætistala og skipan um hverjar komist í gegnum niðurskurð liggur ekki fyrir, en telja verður allar líkur á að Guðrún Brá sé komin í gegn!!!

Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!!

Sjá má stöðuna á Women´s NSW Open með því að SMELLA HÉR: