Nýju stúlkurnar á LET 2020: Anaelle Carnet (6/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Theódór Ásmundsson – 4. mars 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Theódór Ásmundsson. Birgir Theódór er fæddur 4. mars 1995 og á því 25 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Birgi Theódóri til hamingju með afmælið hér að neðan Birgir Theódór Ásmundsson – Innilega til hamingju með 25 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barton, f. 4. mars 1917 – d. 13. nóvember 1943; Sir Patrick Alfred Caldwell-Moore, f. 4. mars 1923 – d. 9. desember 2012; Judy Dickinson, 4. mars 1950 (fyrrum LPGA kylfingur – 70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Peter Erling Jacobsen, 4. mars 1954 (66 ára); Brynjar Þórsson, 4. mars 1958 (62 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún varð T-9 í S-Karólínu
Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University tóku þátt í Low Country Invitational mótinu, sem fram fór í Crescent Pointe golfklúbbnum í Bluffton, Suður-Karólínu, dagana 2.-3. mars sl. og lauk í gær. Þátttakendur voru 77 frá 13 háskólum. Arna Rún lék á samtals 9 yfir pari, 151 höggi (76 75) og varð jöfn 3 öðrum í 9. sæti (T-9). Glæsilegur árangur þetta á Örnu Rún!!! Lið Grand Valley hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni og var Arna Rún ásamt félaga sínum, Abbey Pierce, á besta skori Grand Valley. Sjá má lokastöðuna í Low Country Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Grand Valley er í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorvaldur Ingi Jónsson – 3. mars 2020
Afmæliskylfingar dagsins er Þorvaldur Ingi Jónsson. Þorvaldur Ingi er fæddur 3. mars 1958 og á því 62 árs afmæli í dag!!! Þorvaldur Ingi Jónsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 100 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 77 ára í dag!!!); Keith Carlton Fergus 3. mars 1954 (66 ára); Beggi Og Pacas, 3. mars 1961 (59 ára); Hrafnhildur Birgisdóttir, 3. mars 1964 (56 ára); Sverrir Vorliði Sverrisson, 3. mars 1964 (56 ára); Noelle Daghe, 3. mars 1966 (54 ára afmæli – fyrrum LPGA kylfingur); Ólafur Darri Lesa meira
PGA: Talsmenn PGA mótaraðarinnar tjá sig um kórónavírusinn
Kórónavírusinn breiðist hratt út; 11 menn greindir með hann m.a.s hér á Íslandi – og voru aðeins 6 í gær!!! Hagkerfið fer ekki varhluta af vírusnum og það sama er að segja um flest allt; þ.á.m. íþróttaviðburði. Þannig hefir Evrópumótaröð karla t.a.m. aflýst tveimur mótum the Maybank Championship og Volvo China Open og eins hafa LET og LPGA aflýst mótum, sem halda átti í Asíu. Í gær lét PGA mótaröðin frá sér fara eftirfarandi afstöðu til kórónavírusins: „The PGA Tour has been closely monitoring all available information related to the continued spread of the Novel Coronavirus COVIC-19. We conduct more than 175 tournaments across our six tours, and the health Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Tumi & félagar v/keppni í Flórída
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina eru nú við keppni á Fort Lauderdale Intercollegiate. Mótið fer fram á Norðurvelli Fort Lauderdale Country Club í Flórída. Þátttakendur eru 78 frá 15 háskólum. Tumi hefir nú nýlokið 1. hring í mótinu og lék á 3 yfir pari, 75 höggum. Hann fékk 4 fugla, 1 skolla og 3 tvöfalda skolla. Sjá má stöðuna á Fort Lauderdale Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Unndórsdóttir – 2. mars 2020
Það er Þórdís Unndórsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís er fædd 2. mars 1950 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Þórdís Unndórsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barnett, 2. mars 1944 (76 ára – lék á LPGA); Jorge Soto 2. mars 1945 (75 ára); Ólafur Örn Ólafsson, GKB, 2. mars 1956 (64 ára); George Barnwell, GR, 2. mars 1961 (59 ára); Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958 (62 árs); Phil Jonas (kanadískur kylfingur á Senior Tour Lesa meira
PGA: Im sigraði á Honda Classic!
Það var Sungjae Im frá S-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á The Honda Classic, móti sl. viku á PGA Tour. Þetta er fyrst sigur Im á PGA Tour. Margir voru búnir að spá því að Tommy Fleetwood tækist að landa 1. PGA Tour sigri sínum, en hann var í forystu fyrir lokahringinn. Im var hins vegar sterkari á endasprettinum; lék á samtals 6 undir pari, 274 höggum (72 66 70 66). Hann átti 1 högg á Kanadamanninn MacKenzie Hughes, (71 72 66 66), sem varð í 2. sæti og 2 högg á Tommy Fleetwood, (70 68 67 71), sem varð í 3. sæti, 2 höggum á eftir Im. Sjá má lokastöðuna Lesa meira
NGL: Bjarki og Rúnar luku keppni T-23
Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt í Lumine Lakes Open, sem var 2. mót 2020 keppnistímabils Nordic Golf League mótaraðarinnar: Bjarki Pétursson, GB, Ragnar Már Garðarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK. Skorið var niður eftir 2. hring og komust Bjarki og Rúnar áfram en Ragnar Már var úr leik. Bjarki og Rúnar léku því lokahring mótsins í dag og urðu jafnir í 23. sæti. Bjarki lék samtals á sléttu pari, 214 höggum (70 71 73). Rúnar lék samtals á sléttu pari, 214 höggum (71 69 74). Sjá má lokastöðuna á Lumine Lakes Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lárus Ýmir Óskarsson – 1. mars 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Lárus Ýmir Óskarsson. Hann er fæddur 1. mars 1949 og á því 71 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Lárus Ýmir Óskarsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Allen Barr, 1. mars 1952 (68 ára); Alice Ritzman, 1. mars 1952 (68 ára); Alicia Dibos, 1. mars 1960 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Pat Perez, 1. mars 1976 (44 ára); Jón Hallvarðsson; 1. mars 1978 (42 ára); Sigurmann Rafn Sigurmannsson, 1. mars 1983 (37 ára); …. og … Islensk Grafik (51 árs); FashionMonster Sölusíða Lesa meira










