GSG: Fullt af kylfingum á Kirkjubólsvelli í góða veðrinu í Sandgerði
Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG lagði fram fyrirspurn fyrir landækni, um hvort óhætt væri að spila golf og halda golfmót nú þegar Covid-19 faraldurinn geysar. Golfmót hjá GSG, snemma vors, hafa verið afar vinsæl og vel sótt. Guðmundur fékk eftirfarandi svör frá Ölmu Möller, landlækni: „Takk fyrir erindi þitt! Ef passað er að a.m.k. 2 metrar séu á milli fólks og hver og einn er með sitt eigið golfsett (kylfur og golfkúlur) og sóttvarnir viðhafðar er í lagi að spila golf. Þetta á að sjálfsögðu eingöngu við ef einstaklingarnir eru hraustir, sýna ekki merki um veikindi og eru hvorki í sóttkví né einangrun. Öll golfmót eru bönnuð.“ Guðmundur greinir frá svörum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2020
Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórhallur Teitsson – 7. apríl 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Þórhallur Teitsson, en hann er fæddur 7. apríl 1949 og því 71 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Þórhalls til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Þórhallur Teitsson – Innilega til hamingju með 71 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Einar Jóhann Herbertsson, 7. apríl 1954 (66 ára); Donna White, 7. apríl 1954 (66 ára); Gail Lee Hirata, 7. apríl 1956 (64 ára); Helen Wadsworth, 7. apríl 1964 (56 ára); Joe Durant, 7. apríl 1964 (56 ára); Suzanne Pettersen, 7. apríl 1981 (39 ára); Robert Streb, 7. apríl 1987 (33 ára); Borja Echart, 7. apríl Lesa meira
Kjartan L. Pálsson látinn
Kjartan Lárus Pálsson, (KLP) fararstjóri og blaðamaður lést á Landspítalanum föstudaginn 3. apríl sl. Kjartan fæddist 6. október 1939 í Keflavík, sonur Ingibjargar Bergmann Eyvindsdóttur og Páls Ebenesers Sigurðssonar, elstur 3 systkina. Hann lauk prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Kjartan starfaði m.a. til sjós, og sem strætisvagna- og leigubílstjóri. Lengst af eða í um 25 ár starfaði hann sem blaðamaður á Vísi, Tímanum og DV, einkum við ritun íþróttafrétta og voru íþróttafréttir hans merktar með upphafsstöfum hans, KLP. Eftir firmamót blaðamanna, 1969, smitaðist Kjartan af golfbakteríunni og stundaði golf upp frá því eða í yfir 50 ár. Á löngum ferli sínum í golfinu, var hann m.a. liðsstjóri unglingalandsliðs karla 1973 og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Robert Rock ——— 6. apríl 2020
Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Robert Rock. Rock er fæddur 6. apríl 1977 í Armitage, nálægt Lichfield í Staffordshire, Englandi og á því 43 ára afmæli í dag!!! Rock ólst upp og hlaut menntun sína nálægt Rugeley. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1998. Hann komst síðan á Evróputúrinn árið 2003 og hefir verið á þeim túr allt síðan þá og hefir sigrað tvívegis: Fyrsti sigurinn kom 12. júní 2011 en þá vann Rock BMW Italian Open og síðan vann hann aftur 29. janúar 2012 og í þetta sinn Abu Dhabi HSBC Golf Championship, en þar átti hann 1 högg á sjálfan Rory McIlroy. Besti árangur Rock í risamótum er frá Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2020: Inci Mehmet (25/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Morten Geir Ottesen – 5. apríl 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Morten Geir Ottesen, GHG. Morten Geir er fæddur 5. apríl 1959 og á því 61 árs afmæli í dag. Morten Geir er kvæntur Kolbrúnu Bjarnadóttur. Komast má á Facebook síðu Morten Geirs til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Morten Geir Ottesen – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lady Margaret Rachel Scott, f. 5. april 1874 – d. 27. janúar 1938); John F. „Johnny” Revolta f. 5. apríl 1911 – d. 3. mars 1991; Bob Burns, 5. apríl 1968 (52 ára); Halldór X Halldórsson, 5. apríl 1976 (44 ára); Henrik Stenson, 5. apríl 1976 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (14/2020)
Hér kemur einn, sem eflaust einhverjir hafa heyrt eða lesið í einhverri útgáfu: Þrír skurðlæknar í Texas eru á golfvellinum að spila golf og tala um framfarir í skurðaðgerðum. Sá fyrsti segir: „Ég er besti skurðlæknirinn í Texas. Tónleikapíanóleikari missti sjö fingur í slysi. Ég saumaði þá á aftur og átta mánuðum síðar hélt hann einkatónleika fyrir Englandsdrottningu!“ Næsti læknirinn segir: „Þetta er ekkert! Ungur maður missti báða handleggi og fætur í slysi. Ég saumaði þá aftur og tveimur árum seinna vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikunum!“ Síðan sá þriðji: „Þið eruð áhugamenn. Fyrir nokkrum árum reið maður, sem var í vímu upp yfir haus af kókaíni og áfengi, í flasið Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2020
Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson. Jórunn Pála Jónasdóttir er fædd 4. apríl 1987 og á því 33 ára afmæli í dag. Jórunn Pála er lögmaður hjá Réttur – Aðalsteinsson & Partners og nam m.a. lögfræði við háskólann í Vín, Austurríki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jórunni Pálu til hamingju með afmælið hér að neðan: Jórunn Pála Jónasdóttir – 33 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Unnar Ingimundur er fæddur 4. apríl 1967 og á því 53 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Alexander Pétur Kristjánsson – 3. apríl 2020
Afmæliskylfingur dagsins er Alexander Pétur Kristjánsson. Alexander er fæddur 3. apríl 1997 og á því 23 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið F. 3. apríl 1997 (23 ára) – Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Henry Kirkwood, Sr. (f. 3. april 1897 – d. 29. október 1970); Dorothy Germain Porter, (f. 3. apríl 1924 – d. 20. júlí 2012); Marlon Brando, (f. 3. apríl 1924- d. 1. júlí 2004); Rod Funseth, (f. 3. apríl 1933 – d. 9. september 1985); Sandra Spuzich, Lesa meira










