Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2020 | 17:00

GSG: Fullt af kylfingum á Kirkjubólsvelli í góða veðrinu í Sandgerði

Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG lagði fram fyrirspurn fyrir landækni, um hvort óhætt væri að spila golf og halda golfmót nú þegar Covid-19 faraldurinn geysar.

Golfmót hjá GSG, snemma vors, hafa verið afar vinsæl og vel sótt.

Guðmundur fékk eftirfarandi svör frá Ölmu Möller, landlækni:

Takk fyrir erindi þitt!
Ef passað er að a.m.k. 2 metrar séu á milli fólks og hver og einn er með sitt eigið golfsett (kylfur og golfkúlur) og sóttvarnir viðhafðar er í lagi að spila golf.
Þetta á að sjálfsögðu eingöngu við ef einstaklingarnir eru hraustir, sýna ekki merki um veikindi og eru hvorki í sóttkví né einangrun.
Öll golfmót eru bönnuð.“

Guðmundur greinir frá svörum landlæknis á facebooksíðu GSG.

Í dag, 8. apríl 2020 er einstaklega fallegt veður og fjölmargir kylfngar, sem hafa lagt leið sína á Kirkjubóls- völl til að spila golf.

Mikilvægt er þó að virða leiðbeiningar landlæknis og ljóst (því miður) að engin golfmót verða í Sandgerði né nokkurs staðar annars staðar á landinu, enn um sinn.