Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (14/2020)

Hér kemur einn, sem eflaust einhverjir hafa heyrt eða lesið í einhverri útgáfu:

Þrír skurðlæknar í Texas eru á golfvellinum að spila golf og tala um framfarir í skurðaðgerðum.

Sá fyrsti segir: „Ég er besti skurðlæknirinn í Texas. Tónleikapíanóleikari missti sjö fingur í slysi. Ég saumaði þá á aftur og átta mánuðum síðar hélt hann einkatónleika fyrir Englandsdrottningu!“

Næsti læknirinn segir: „Þetta er ekkert! Ungur maður missti báða handleggi og fætur í slysi. Ég saumaði þá aftur og tveimur árum seinna vann hann gullverðlaun á Ólympíuleikunum!

Síðan sá þriðji: „Þið eruð áhugamenn. Fyrir nokkrum árum reið maður, sem var í vímu upp yfir haus af kókaíni og áfengi, í flasið á lest sem kom á 130 km hraða og keyrði yfir hann. Allt sem var eftir var rass hestsins og kúrekahatturinn. Ég hef saumaði hann saman og í dag er hann forseti Bandaríkjanna! “