Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2020 | 11:00

Smá golfgrín 2. í páskum

NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR TIL GOLFSPILARA VEGNA COVID-19 FARALDURSINS Eftirtaldar reglur hafa tekið gildi vegna Covid-19 faraldursins: Pöntunarsími golfklúbba á Íslandi er 1700. Við biðjum ykkur vinsamlegast ekki að mæta á golfvellina. Hringja á undan sér og við látum þig vita hvort þið megið mæta. Allir kylfingar skulu hafa Tý með sér. Hægt er að finna Tý í þjóðskránni, þó ekki Tý Þórarinsson á Njálsgötunni, hann vill ekki vera með. Andlitsgrímur, uppþvottahanskar og skurðbúningar flokkast nú til golfklæðnaðar. Golfmaðurinn við Síðumúla, sem frændi minn rekur, selur einn golfbúða slíkan búnað. Einnig skal áréttað að verslunin Tiger í Kringlunni selur ekki golfbúnað. Tiger er golfkeppandi…. reyndar frekar góður. Golfkúlur skulu góðkenndar af DíKót. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2020 | 05:00

Gleðilega páska 2020!

Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 8 1/2 ár og á þeim tíma hafa tæp 23.000 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, þ.e. golffréttir á ensku, þýsku og íslensku. Framundan er spennandi golfsumar… Gleðilega páska!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2020 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (15/2020)

Hérna koma tveir golfbrandarar á aðfangadegi páskadags og nokkrar frægar setningar, sem hafðar eru eftir frægum og ekki svo frægum kylfingum: Nr. 1 Fjórar konur spila sinn daglega hring í golfi. Skyndilega, fyrir framan þær, hleypur nakinn maður yfir brautina, með aðeins handklæði vafið um höfuðið. Eftir að hafa náð sér af fyrsta áfallinu, segir fyrsta konan í gríni: „Jæja, þetta var sko ekki maðurinn minn!“ Önnur: „Þetta var ekki heldur golfkennarinn!“ Og upp úr hinum tveimur, sem enn voru að glápa á manninn eins  og í leiðslu, kemur sem úr einum munni: „Það er rétt!“   Nr. 2 Hér er einn, sem verður að segja á ensku: A golfer Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: My Leander (27/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Högna –— 10. apríl 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Þórunn Högna. Þórunn er fædd 10. apríl 1975 og á því 45 ára afmæli í dag! Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þórunni til hamingju með afmælið Þórunn Högna (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, 10. apríl 1949 (71 árs); Sverrir Haraldsson, 10. apríl 1951 (69 ára); Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (58 ára); Patrice Mourier, franskur 10. apríl 1962 (58 ára); Elín Illugadóttir, 10. apríl 1967 (53 ára); Þórður Þórðarson, 10. apríl 1972 (48 ára);  Grindavíkurbær – Góður Bær, 10. apríl 1974 (46 ára); Mjallarföt Íslensk Hönnun, 10. apríl 1992 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Aaron Cockerill (22/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson, GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helen Alfredson –– 9. apríl 2020

Afmæliskylfingur dagsins er hin sænska Helen Christine Alfredson. Helen er fædd í Gautaborg, Svíþjóð 9. apríl 1965 og því 55 ára. Helen er oft kölluð Alfie. Helen byrjaði að spila golf 11 ára og átti farsælan áhugamannsferil; var m.a. í landsliðum Svía í unglinga- og kvennamótum. Sem barn spilaði hún bæði handbolta og var í skautaíþróttum. Pabbi hennar, Björn, var 6-faldur sænskur meistari í handbolta. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 1989. Hún hefir sigrað í 25 atvinnumannsmótum; þ.á.m. 7 sinnum á LPGA; 11 sinnum á LET; 3 sinnum á japanska LPGA; 1 sinni á ALPG og 4 öðrum.  Helen sigraði í einu risamóti þ.e. ANA Inspiration árið 1993. Árið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2020 | 14:10

Myndir af Seve

Spænski kylfingurinn, Seve Ballesteros,  var einn ástsælasti kylfingur okkar tíma. Í dag hefði hann orðið 63 ára, en hann var fæddur 9. apríl 1957. Hann lést langt um aldur fram í 7. maí 2011 og var banamein hans krabbamein. Seve gerðist atvinnumaður í golfi 1974 og á farsælum golfferli sínum sigraði hann í 90 atvinnumótum, þ.á.m. 9 mótum á PGA, 50 á Evróputúrnum, 1 á japanska PGA, 1 á Ástralasíutúrnum, sem og í 29 öðrum mótum (það skal tekið fram að sum mót sem Seve sigraði á voru samstarfsverkefni 2 eða fleiri mótaraða og sigur í þeim mótum, telst sigur á báðum/öllum mótaröðunum).  Seve sigraði í 5 risamótum: tvívegis á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Anäis Maggetti (26/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu. Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR: Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn. Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar Lesa meira