Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2020 | 06:00

GÓS: Birna og Eyþór klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Golfklúbbsins Óss (GÓS) fór fram dagana 3. og 4. júlí sl. á Vatnahverfisvelli á Blönduósi í fínu veðri.

Þátttakendur í ár voru 8 og léku þeir í 3 flokkum.

Klúbbmeistarar GÓS 2020 eru þau Birna Sigfúsdóttir og Eyþór Franzon Wechner.

Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÓS í Golfboxinu með því að SMELLA HÉR:

Eins má sjá öll úrslit hér að neðan: 

Meistaraflokkur karla.
1.sæti  Eyþór Franzson Wechner, 30 yfir pari, 170 högg (85 85).
2.sæti  Jón Jóhannsson, 35 yfir pari, 175 högg (89 86).
3.sæti  Valgeir M Valgeirsson, 46 yfir pari, 186 högg (99 87).

Meistaraflokkur kvenna.
1.sæti  Birna Sigfúsdóttir,65 yfir pari, 205 högg (100 105).
2.sæti  Jóhanna G Jónasdóttir, 90 yfir pari, 230 högg (122 108).

1. flokkur karla.
1.sæti  Hafsteinn Pétursson, 61 yfir pari, 201 högg (107 94).
2.sæti  Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, 65 yfir pari, 205 högg (100 105).
3.sæti  Helgi Haraldsson, 80 yfir pari, 220 högg (112 108).

Í aðalmyndaglugga: Klúbbmeistarar í öllum 3 flokkunum. Mynd: Húnahornið.