Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2020 | 17:00

PGA: Rahm sigraði á Memorial!

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour; The Memorial, sem að verju fór fram í Dublin, Ohio.

Sigurskor Rahm var 9 undir pari, 279 högg (69 67 68 75).

Fyrir sigur í mótinu hlaut Rahm $1,674,000. Með sigrinum hefir Rahm sigrað a.m.k. 1 sinni á hverju undanfarinna 4 keppnistímabila PGA Tour undanfarin 4 ár!

Í 2. sæti varð bandaríski kylfingurinn Ryan Palmer á samtals 6 undir pari og í 3. sæti Matthew Fitzpatrick frá Englandi á samtals 5 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á The Memorial með því að SMELLA HÉR: