Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 14. 2020 | 18:00

LPGA: A Lim Kim sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu

Fimmta, elsta og síðasta risamót þessa árs fór fram í Champions golfklúbbnum, í Houston, Texas dagana 10.-14. desember 2020.

Spilað var á tveimur völlum klúbbsins: Cypress Creek vellinum og Jackrabbit vellinum.

Sigurvegarinn var A Lim Kim frá S-Kóreu, sem var að taka þátt á Opna bandaríska í fyrsta sinn.

Sigurskorið var 3 undir pari, 281 högg (68 – 74 – 72 – 67).

A Lim Kim er frekar óþekkt stærð hér á Vesturlöndum; en hún er fædd 4. október 1995 og því tiltölulega nýorðin 25 ára.

Öðru sætinu skiptu þær Jin Young Ko, landa Kim og hin bandaríska Amy Olsen með sér, en þær léku báðar á samtals 2 undir pari, hvor.

Í 4. sæti varð síðan Hinako Shibuno á samtals 1 undir pari.

Þessar fjórar Kim, Ko, Olsen og Shibuno voru þær einu sem voru á heildarskori undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Opna bandaríska kvenrisamótinu með því að SMELLA HÉR: