Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Magnús Gautur og Ólafur Már – 11. desember 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru þeir Magnús Gautur Kristjánsson og Ólafur Már Sigurðsson. Ólafur Már er fæddur 11. desember 1978 og á því 42 ára afmæli í dag. Hann varð m.a. klúbbmeistari Golfklúbbs Reykjavíkur 2013. Komast má á facebook síðu Ólafs Más hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Ólafur Már Sigurðsson, GR. Mynd: Golf 1 Ólafur Már Sigurðsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Magnús Gautur er fæddur 11. desember 1968 og á því 52 ára afmæli. Hann er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Komast má á facebook síðu Húberts hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Magnús Gautur Gíslason. Mynd: Golf1 Magnús Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lárus Garðar Long – 10. desember 2020

Lárus Garðar Long er fæddur 10. desember 1999 og á því 21 ára afmæli í dag. Hann er klúbbmeistari karla í Golfklúbbi Vestmannaeyja árið 2019, Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Lárus Garðar Long – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Bies, f. 10. desember 1937 (83 ára) Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Bies með því að SMELLA HÉR ; Sæmundur Pálsson, 10. desember 1947 (73 ára); Guðrún Garðars, GR; 10. desember 1954 (66 ára); Snorri Bergþórsson , 10. desember 1972 (48 ára); Thelma Þorbergsdóttir 10. desember 1981 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2020 | 18:00

GS: Guðfinna gerð að heiðursfélaga

Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja (GS) fór fram 3. desember sl. Við það tækifæri var Guðfinna Sigurþórsdóttir, einn af stofnendum klúbbsins  gerð að heiðursfélaga. Guðfinna hefur verið félagi í Golfklúbbi Suðurnesja óslitið frá stofnun hans og verið virk í starfi klúbbsins. Hún er fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki og barðist fyrir því á árum áður að konur fengju sama rétt til keppnis og karlar en þegar hún var að stíga sín fyrstu skref var ekkert kvennastarf í golfklúbbum landsins eins og við þekkjum í dag. Guðfinna á svo sannarlega skilið heiðursfélaganafnbótina.  Þess mætti geta að Guðfinna er móðir stórkylfingsins og golfkennarans Karenar Sævarsdóttur.  Golf1 óskar Guðfinnu innilega til hamingju með heiðursnafnbótina!

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórleif Lúthersdóttir – 9. desember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Þórleif Lúthersdóttir. Þórleif er fædd 9. desember 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Þórleif Lúthersdóttir – 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Pauline «Polly» Whittier (fædd 9. desember 1876 – dáin 3. mars 1946); Oliver Tom Kite, 9. desember 1949 (71 árs); Þórhildur Freysdóttir, 9. desember 1954 (66 ára); Björn Steinn Sveinsson · 63 ára; Þórleif Lúthersdóttir · 60 ára; Bergur Konráðsson · 54 ára; Wil Besseling, 9. desember 1985 (35 ára); Anaïs Maggetti, frá Sviss, 9. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2020 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur gengur til liðs við MIZZOU

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, hefir gert samning við golflið Missouri háskóla (MIZZOU), um spil fyrir liðið n.k. ár í bandaríska háskólagolfinu. Lið Missouri er í 1. deild og tilheyrir South East Conference (skammst. SEC). Fyrir í lið Missouri er klúbbfélagi Dagbjarts, Viktor Ingi Einarsson. Dagbjartur er einn af bestu kylfingum Íslands í sínum aldursflokki og því akkur fyrir Missouri háskóla að fá hann í sínar raðir. Golf 1 mun að sjálfsögðu færa fréttir af þeim Dagbjarti og Viktor og bandaríska háskólagolfið í heild sinni, um leið og það hefst að nýju eftir Covid.    

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brandt Snedeker og Ragnar Guðmundsson – 8. desember 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru Brandt Snedeker og Ragnar Guðmundsson. Ragnar er fæddur 8. desember 1940 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Hann er í GV. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ragnari u til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Ragnar Guðmundsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Bandaríski kylfingurinn Brandt Snekedker er fæddur 8. desember 1980 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Snedeker með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Laurie Auchterlonie, f. 8. desember 1868 – d. 20. janúar 1948; Útúrdúr Bókabúð 8. desember 1907 (112 ára); Edward Harvie Ward Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2020 | 20:00

PGA: Hovland sigraði á Mayakoba

Það var norski frændi okkar, Viktor Hovland, sem sigraði á móti vikunnar á PGA Tour, sem var Mayakoba Golf Classic presented by UNIFIN. Mótið fór fram á El Camaleon golfklúbbnum á Playa del Carmen,  í Mexíkó dagana 3.-6. desember sl. Sigurskor Hovland var 20 undir pari og átti hann 1 högg á Aron Wise, sem varð í 2. sæti á samtals 19 undir pari. Í 3. sæti urðu síðan bandarísku kylfingarnir Adam Long og Tom Hoge, báðir á 17 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á Mayakoba Golf Classic með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2020 | 18:00

LPGA: Stanford sigraði á Volunteers

Það var Angela Stanford, sem sigraði á Volunteers of America Classic mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA, dagana 2. – 6. desember 2020. Mótið fór fram á the Old American Golf Club ií The Colony, Texas. Þarna var hin 43 ára Stanford á heimavelli og sigraði að foreldrum sínum aðsjáandi. Sigurskor Stanford var samtals 7 undir pari (71 69 70 67) og sigurtékkinn upp á $262,500. Þrír kylfingar deildu 2. sætinu; landa Stanford, Yealimi Noh; og Inbee Park og So Yeon Riu frá S-Kóreu. Sjá má lokastöðuna á Volunteers og America Classic með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Vilhjálmsdóttir – 7. desember 2020

Það er Jóhanna Vilhjálmsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins.Hún fæddist 7. desember 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Jóhanna Vilhjálmsdóttir – 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daniel David Sikes, Jr., f. 7. desember 1929 – d. 20. desember 1987; Michael Rexford Nicolette, 7. desember 1956 (64 ára); Sigursveinn Þórðarson , 7. desember 1972 (48 ára); Luke Donald, 7. desember 1977 (43 ára);  Sarah Kemp, 7. desember 1985 (35 ára); Billy Horschel, 7. desember 1986 (34 árs) ….. og …. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2020 | 17:00

Evróputúrinn: Bezuidenhout sigrar að nýju!

Mót vikunar á Evróputúrnum er South African Open og er það mót samstarfsverkefni við suður-afríska Sólskinstúrinn. Mótinu lauk fyrir skemmstu og sigraði heimamaðurinn Christiaan Bezuidenhout. Sigurskor Bezuidenhout var 18 undir pari, 270 högg (67 67 67 69). Sigurinn var sannfærandi því hann átti heil 5 högg á næsta mann, þ.e. Jamie Donaldson frá Wales, sem varð í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Þetta er 2. sigur Bezuidenhout á Evrópumótaröðinni á skömmum tíma; en hann sigraði einmitt í sl. viku á Sjá má lokastöðuna á South African Open með því að SMELLA HÉR: