Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (9/2021)

Eftir hræðilegt burst eins golfklúbbs á öðrum í holukeppni kallar forseti golfklúbbs liðsmenn sína saman og heldur stutta ræðu. Hann hefur ræðuna á eftirfarandi orðum: „Því miður nægði framlag okkar á vellinum í dag ekki til sigurs, en við erum samt hæst ánægð með að enginn drukknaði í vatnstorfærunum ….  

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Björt Skúladóttir og Jóhann Björn Elíasson – 27. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Björt Skúladóttir. Auður Björt er fædd 27. febrúar 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Auður Björt er ekki aðeins frábær kylfingur heldur líka frábær prjónahönnuður. Komast má á facebook síðu Auðar Bjartar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Auður Björt Skúladóttir – 30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! _________________________ Jóhann Björn Elíasson er fæddur 27. febrúar 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóhanns Björns hér að neðan til þess að óska honumi til hamingju með stórafmælið Jóhann Björn Elíasson – 50 ára – Innilega itl hamingju með afmælið!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2021

Það er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG sem er afmæliskylfingur dagsins. Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 19 ára afmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók viðafmæliskylfinginn fyrir 6 árum SMELLIÐ HÉR: Sigurður Arnar kom sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!! Sumarið 2012 (10 ára) varð hann m.a. klúbbmeistari GKG í aldursflokknum 12 ára og yngri. Mynd tekin af Sigurði Arnari, helmingi yngri en hann er nú (9 ára), þ.e. 8. febrúar 2012  á móti í Sandgerði. Mynd: Golf 1 Sumarið 2012 tók Sigurður Arnar þátt í Unglingamótaröð Arion banka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tony Lema ——— 25. febrúar 2021

Það er Tony Lema, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anthony David „Tony“ Lema fæddist í Oakland, Kaliforníu 25. febrúar 1934 og dó 24. júlí 1966 í tragísku flugslysi, aðeins 32 ára. Tony hefði átt 87 ára stórafmæli í dag! Tony Lema Tony var af portúgölsku bergi brotinn og missti föður sinn aðeins 3 ára gamall. Mamma hans ól hann og 3 systkini hans upp við bág kjör, en Tony lærði golf á Lake Chabot golfvellinum, sem barn og bar fljótt af. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 21 árs (árið 1955). Á stuttum en glæsilegum ferli sínum vann hann 19 sinnum þar af 12 sinnum á PGA Tour. Þekktastur er Tony Lema Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2021 | 18:00

GR: Inniæfingaaðstaða Korpu – hámarksfjöldi 50 manns

Á vefsíðu GR má lesa eftirfarandi tilkynningu:  Í dag, miðvikudaginn 24. febrúar 2021 tóku nýjar og rýmri sóttvarnarreglur gildi og verður leyfilegur hámarksfjöldi í inniæfingaaðstöðu Korpu nú 50 manns. Áfram skal virða virða tveggja metra reglu á milli fólks, sé ekki hægt að tryggja hana skal nota grímur á meðan leikið er á æfingasvæðinu. Stangir hafa sömuleiðis verið settar upp á púttsvæðinu en skulu félagsmenn áfram notast við eigin búnað – pútter, kylfur og golfbolta, þegar mætt er til æfinga. Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og spritta bæði fyrir og eftir æfingu og er hægt að notast við þá sprittstanda og brúsa sem hefur verið komið fyrir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Zach Johnson —— 24. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Zach Johnson. Johnson er fæddur 24. febrúar 1976 og á því 45 ára afmæli í dag. Zach Johnson er e.t.v. frægastur fyrir að hafa sigrað á the Masters 2007, en að öðru leyti á hann 12 sigra í beltinu á PGA Tour, þ.á.m. sigraði hann á fyrsta PGA Tour móti ársins 2014: Tournament of Champions, í Hawaii. Zach er m.a. með samning við landbúnaðarvélaframleiðandann John Deere. Zach er kvæntur Kim Barclay og á með henni synina Wyatt og Will. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Ferrier, 24. febrúar 1915- 13. júní 1986; Victoría Tanco, 24. febrúar 1994 (27 ára) …. og …. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Sigfússon – 23. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Gylfi er fæddur 23. febrúar 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.  Gylfi er m.a. fv. forstjóri Eimskips og skrifaði m.a. fyrir hönd fyrirtækisins  undir stofnsamning Forskots, styrktarsjóðs afrekskylfinga 14. júní 2012. Gylfi spilar sjálfur golf bæði í viðskiptum og sér til ánægju og er félagi í tveimur golfklúbbum hérlendis: Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Vestmannaeyja.  Gaman er nú á þessum tímamótum að rifja upp eldra viðtal sem Golf 1 tók við Gylfa sem sjá má með því að SMELLA HÉR:   Gylfi er kvæntur Hildi Hauksdóttur og eiga þau tvo syni Gylfa Aron og Alexander Aron, en öll fjölskyldan spilar golf. Aðrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2021 | 14:00

Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80

Stórkylfingurinn Tiger Woods slasaðist í bifreiðaslysi í dag, í  Palos Verdes,Kaliforníu. Woods var í L.A. þar sem Genesis Invitational golfmótið fer fram í Riviera Country Club, í Pacific Palisades. Slysið átti sér stað í hinum hæðótta Palos Verdes-skaga suður af Pacific Palisades klukkan 7:12 að staðartíma, að sögn lögreglunnar í L.A. Slysið átti sér stað á Hawthorne Blvd. nálægt Blackhorse Dr. Þessi hluti Hawthorn er með fjórar akreinar og kaflinn sem um ræðir nokkuð brattur og  var Tiger á leið niður brekku þegar slysið varð. Tiger ók nýjum Genesis GV80 crossover jeppa, farartæki sem er hlaðið öryggisbúnaði, sem á að draga úr tjóni í árekstri. Genesis kallar öryggistæknina í GV80 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Maríanna Ulriksen – 22. febrúar 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Maríanna Ulriksen. Maríanna er fædd 22. febrúar 2002 í Hammerfest, Noregi og er því 19 ára í dag. Hún hefur alist upp á Sauðárkróki frá eins árs aldri. Vorið 2016 setti GSÍ, undir stjórn Úlfars Jónssonar, á laggirnar hóp fyrir afrekskylfinga á Norðurlandi, Norðurlandsúrval 2016, og var Maríanna 1 af þessum 12 manna hópi. Með þessu opnaðist leið til faglegra æfinga með möguleikum til þátttöku í mótum utan heimabyggðar.Maríanna sigraði á Meistaramóti kvenna í GA 2018 og Norðulandsmeistaramót 2018. Maríanna æfir nú með golfklúbbunum Keili og hneppti þar 1. sæti í 1. flokki Meistaramóts Keilis 2019. Maríanna er nú á öðru ári í MA á Akureyri. Komast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2021 | 23:59

PGA: Homa sigraði eftir bráðabana við Finau á Genesis mótinu

Það var bandaríski kylfingurinn Max Homa, sem sigraði eftir bráðabana við landa sinn Tony Finau, á The Genesis Invitational mótinu. Mótið er hluti PGA mótaraðarinnar bandarísku og fór fram 18.-21. febrúar 2021. Homa og Finau spiluðu báðir á samtals 12 undir pari og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Það sigraði Homa með pari á 2. holu bráðabanans. Homa er fæddur 19. nóvember 1990 og þvi 30 ára. Þetta er 2. sigur Homa á PGA Tour. Í 3. sæti varð enn einn bandaríski kylfingurinn, Sam Burns, sem búinn að var að vera í forystu mestallt mótið, á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Genesis Lesa meira