Davíð Gunnlaugsson golfkennari ársins 2020
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram um s.l. helgi í íþróttamiðstöð GKG og mættu 37 félagsmenn á fundinn. Dagskráin hófst með áhugarverðum fyrirlestri frá Inga Þór Einarssyni um ábyrgð þjálfara gagnvart iðkenda. Í kjölfarið fór fram aðalfundurinn sjálfur þar sem formaður félagsins, Birgir Leifur Hafþórsson, fór yfir skýrslu stjórnar. Ólafur Björn Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins, fór yfir ársreikning og kynnti fjárhagsáætlun ársins. Fjórir PGA meðlimir gáfu kost á sér í stjórn félagsins og hlutu þeir Arnar Már Ólafsson, Davíð Gunnlaugsson, Karl Ómar Karlsson og Snorri Páll Ólafsson stjórnarkosningu til tveggja ára. Ástrós Arnarsdóttir, Birgir Vestmar Björnsson, Dagur Ebenezersson og Sigurpáll Geir Sveinsson voru kosin fyrir ári síðan til tveggja ára og Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Helgi Hólm, Sigríður Pétursdóttir, Heimir Karls og Herdís Sigurbergsdóttir – 18. mars 2021
Það er Helgi Hólm , sem er afmæliskylfingur dagsins. Helgi er fæddur 18. mars 1941 og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!!Helgi er í Golfklúbbi Sandgerðis (GSG).Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Helgi Hólm – 80 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Sigríður Pétursdóttir og Heimir Karls eru fædd 18. mars 1961 og eiga því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan: Heimir Karls (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Sigríður Pétursdóttir (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Herdís Sigurbergsdóttir er fædd 18. mars Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins sigraði á Bobby Nichols Intercollegiate!!!
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Eastern Kentucky tóku þátt í Bobby Nichols Intercollegiate. Mótið fór fram dagana 14.-16. mars 2021 í Sevierville golfklúbbnum í Sevierville, Tennessee. Þátttakendur voru 65 frá 13 háskólum. Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og sigraði í einstaklingskeppninni – lið hennar Eastern Kentucky sigruðu jafnframt í liðakeppninni. Stórglæsilegt hjá Ragnhildi!!! Þess mætti geta að þetta er 2. sigurinn hjá Ragnhildi í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Th. Matthíessen, Agnes Sigurþórs, Aaron Baddeley og Nökkvi Freyr Smárason – 17. mars 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru hvorki fleiri né færri en 4 í dag: Sigríður Th. Matthíessen, Agnes Sigurþórs, Aaron Baddeley og Nökkvi Freyr Smárason . GR-ingurinn Sigríður Th. Matthíessen, sem er mörgum kylfingnum að góðu kunn, er fædd 17. mars 1946 og fagnar því 75 ára afmæli í dag. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Sigríði með því að SMELLA HÉR: Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Agnes Sigurþórs er fædd 17. mars 1951 og fagnar því 70 ára afmæli í dag. Hún varð m.a. meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991. Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aaron Baddeley hefir margoft verið valinn meðal kynþokkafyllstu karlkyns kylfingum. Hann er fæddur í Lebanon, New Hampshire í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2021
Það er Haraldur Franklín Magnús, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur Franklín fæddist 16. mars 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!! Hann varð Íslandsmeistari í holukeppni árið 2012 og Íslandsmeistari í höggleik sama ár og endaði þar með eyðimerkurgöngu klúbbs síns, GR, í þeim efnum, en enginn GR-ingur hafði hampað Íslandsmeistaratitilinum í 27 ár þegar Haraldur afrekaði það að landa titlinum á Hellu. Sjá viðtal Golf 1 í kjölfar Íslandsmeistaratitilsins við Harald Franklín, sem gaman er að rifja upp nú SMELLIÐ HÉR: Haustið eftir viðtalið og næstu 4 ár lék Haraldur Franklín í bandaríska háskólagolfinu með Mississippi State en síðan The Ragin Cajuns þ.e. golfliði Louisiana Lafayette háskólans. Lesa meira
PGA: Thomas sigraði á Players meistaramótinu
Það var Justin Thomas, sem stóð uppi sem sigurvegari á Players Championship, sem venju skv. fór fram á TPC Sawgrass á Ponte Vedra í Flórída. Mótdagar voru 11.-14. mars 2021. Sigurskor Thomas var 14 undir pari, 274 högg (71 71 64 68). Í 2. sæti á samtals 13 undir pari, varð Lee Westwood, sem hefir verið að spila vel að undanförnu. Sjá má lokastöðuna á The Players Championship 2021 með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Gerður Guðrúnar, Stefán Már og Íris Lorange – 15. mars 2021
Það eru Gerður Guðrúnar, Stefán Már Stefánsson og Íris Lorange Káradóttir, seru eru afmæliskylfingar dagsins. Gerður er fædd 15. mars 1955 og á því 66 ára afmæli í dag! Stefán Már er fæddur 15. mars 1985 og á 36 ára afmæli í dag! Íris er fædd 15. mars 2000 og á því 21 árs afmæli í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Gerður Guðrúnar Gerður Guðrúnar F. 15. mars 1955 – 66 ára – Innilega til hamingju! Stefán Már Stefánsson, GR. Stefán Már Stefánsson 15. mars 1985 – 36 ára – Innilega til hamingju! Íris Lorange Káradóttir Lesa meira
Evróputúrinn: Rozner sigraði!
Það var Antoine Rozner frá Frakklandi, sem landaði 2. sigri sínum á Evrópumótaröðinni eftir sigur á Commerical Bank Qatar Masters, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum. Þetta er 2. sigur Rozners á Evróputúrnum. Sigurskor Rozner svar 8 undir pari, 276 högg (69 72 68 67). Þrír deildu 2. sætinu á samtals 7 undir pari, hver þeir: Darren Fichardt, Guido Migliozzi og Gaganjeet Bhullar. Til þess að sjá lokastöðuna á Commerical Bank Qatar Masters SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Vikki Laing –———- 14. mars 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Vikki Laing. Hún er fædd 14. mars 1981 og því 40 ára í dag. Vikki er frá Musselburgh í Skotlandi. Hún átti glæstan áhugamannaferil þar sem hún spilaði m.a. í Junior Ryder Cup (í liði Evrópu): 1997 European Young Masters (f.h. Skotlands): 1997 Curtis Cup (fulltrúi Bretlands & Írlands): 2002 Vagliano Trophy (fulltrúi Bretlands & Írlands): 2003 (winners). Henni gekk ekki alveg eins vel sem atvinnumaður en Vikki gerðist atvinnumaður í golfi (2003) eftir útskrift frá University of California Berkley, þar sem hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu. Hún á aðeins einn sigur í beltinu sem atvinnumaður en hann kom á The Gettysburg Championship 2007 á Futures Tour Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (11/2021)
Dómarinn: „Ákærði, þú ert sem sagt ekki að neita því að þú hafir slegið golfkylfu í tvennt á höfði stefnanda?“ „Nei, herra dómari, en það var ekki gert viljandi.“ “ Dómarinn: „Svo þú vildir ekki hitta hann?“ “ Ákærði: „Jú, jú, en ég ætlaði ekki að brjóta kylfuna!!!“










