Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2021

Það er Haraldur Franklín Magnús, sem er afmæliskylfingur dagsins.

Haraldur Franklín fæddist 16. mars 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!! Hann varð Íslandsmeistari í holukeppni árið 2012 og Íslandsmeistari í höggleik sama ár og endaði þar með eyðimerkurgöngu klúbbs síns, GR, í þeim efnum, en enginn GR-ingur hafði hampað Íslandsmeistaratitilinum í 27 ár þegar Haraldur afrekaði það að landa titlinum á Hellu. Sjá viðtal Golf 1 í kjölfar Íslandsmeistaratitilsins við Harald Franklín, sem gaman er að rifja upp nú SMELLIÐ HÉR:

Haustið eftir viðtalið og næstu 4 ár lék Haraldur Franklín í bandaríska háskólagolfinu með Mississippi State en síðan The Ragin Cajuns þ.e. golfliði Louisiana Lafayette háskólans. Eftir útskrift hefir Haraldur Franklín náð hverjum einstaka árangrinum á fætur öðrum í golfíþróttinni. Sem dæmi má nefna að hann er fyrsti íslenski karlkylfingurinn til þess að spila í Opna breska, en í því risamóti tók hann þátt árið 2018. Árið 2019 varð hann ennfremur 4. íslenski kylfingurinn til að tryggja sér sæti á næststerkustu karlmótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni. Að undanförnu hefir Haraldur Franklín verið að gera góða hluti á Nordic Golf League mótaröðinni, þar sem hann er einnig með spilarétt.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Haraldi Franklín til hamingju með daginn hér að neðan:

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Haraldur Franklín Magnús – 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lucy Barnes Brown, f. 16. mars 1859 (Vann fyrsta US Women´s Amateur); Richard Tufts, f. 16. mars 1896; Hollis Stacy, 16. mars 1954 (67 ára); Vincent Tshabalala, 16. mars 1943 (78 ára); Guðný Ævarsdóttir, 16. mars 1963 (58 ára); Sigga Sif Sævarsdóttir, 16. mars 1968 (53 ára); Simon Yates, 16. mars 1970 (51 árs); Joakim Bäckström, 16. mars 1978 (43 ára); Bud Cauley, 16. mars 1990 (31 árs Beau Hossler, 16. mars 1995 (26 ára – spilar á PGA Tour)… og … Anna Sigriður Magnúsdóttir, 16. mars

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is