Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021

Það er Ingi Rúnar Birgisson sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingi Rúnar er fæddur 16. apríl 2000 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2014. Komast má á facebook síðu Inga Rúnars hér að neðan Ingi Rúnar Birgisson, GKG Ingi Rúnar Birgisson, GKG  – 21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bjössi Garðars, GS, 16. april 1962 (59 ára); Oli Magnusson, 16. apríl 1970 (51 árs); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (37 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (36 ára); Doug Ghim, 16. apríl 1996 (25 ára) …. og …. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2021 | 10:00

Tiger fjarlægði golfvöll

Tiger Woods virðist hafa rifið upp golfvöllinn í garðinum á 40 milljón punda eign sinni við stórhýsi sitt í Flórída. Loftmynd, sem hefir verið dreifð víða á Twitter sýnir gróðursárið á  lúxusfasteign hans. Það gæti verið að Tiger, sem er nú að jafna sig eftir bílsslys, sem hann varð lenti í, í febrúar, sé að leggja nýjar grasþökur á brautina. Ástæðan á bak við ákvörðun hans er þó ókunn. Glæsifasteign Woods státar m.a. af fjögurra holu golfvelli, ásamt 30 m sundlaug, tennisvelli og körfuboltasvæði.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sjöfn Sigþórsdóttir – 15. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sjöfn Sigþórsdóttir. Sjöfn er fædd 15. apríl 1956 og á því 65 ára afmæli í dag! Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sjöfn til hamingju með merkisafmælið Sjófn Sigþórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Davíð Bjarnason, 15. apríl 1954 (67 ára); Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (66 ára);  Hans Henttinen, 15. apríl 1960 (61 árs); Samúel Ingi Þórarinsson, 15. apríl 1960 (61 ára); Agla Hreiðarsdóttir, 15. apríl 1960 (61 árs); Michelle Redman, spilaði á LPGA, 15. apríl 1965 (56 ára); Suzy Green, spilaði á LPGA, 15. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2021 | 18:00

Masters 2021: Hver er Mei Inui?

Eitt af því sem olli nokkrum skrifum meðal golffréttaritara Masters 2021 var sú staðreynd að sigurvegarinn í ár, Hideki Matsuyama, skyldi vera kvæntur og eiga barn. Svo virðist sem engum hafi verið sú staðreynd ljós, enda hefir Matsuyama ekki beinlínis verið að flíka einkalífi sínu. Mei Inui er nafn eiginkonu Hideki og eiga þau eina dóttur sem heitir Kanna. Eftir sigurinn á Masters minntist Hideki á konu sína og dóttur í nokkrum orðum „Ég var að hugsa um þær alla leið í dag,“ sagði Matsuyama í gegnum túlk sinn. „Ég er mjög ánægður með að ég spilaði vel fyrir þær,“ hélt Matsuyama áfram um litlu fjölskyldu sína. Hideki Matsuyama kvæntist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valgeir Þórisson —- 14. apríl 2021

Það er Valgeir Þórisson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hann er fæddur 14. apríl 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska Valgeiri til hamingju með afmælið:   Valgeir Þórisson – Innilega til hamingju með 60 ára afmælið! Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 98 ára); Hlín Torfadóttir, GHD, 14. apríl 1945 (76 ára);  Dana C. Quigley, 14. apríl 1947 (74 ára); Meg Mallon (fyrirliði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2013), 14. apríl 1963 (58 ára); Spænski stórkylfingurinn Hugo Maldonado, 14. apríl 1966 (55 ára); Simon Wakefield, 14. apríl 1974 (spilaði á European Tour – 47 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2021 | 18:00

Masters 2021: Hver vann par-3 keppnina í ár og hvaða áhugamaður var með lægsta skor?

Svörin við spurningunum í fyrirsögn eru eftirfarandi: Á Masters nú í ár var ekki haldin nein par-3 keppni. Ástæðan sem mótshaldarar gáfu upp voru Covid-19 tengdar og þörfin fyrir að halda fjarlægð milli manna. Það virðast einhverskonar álög að sá sem sigrar í par-3 keppninni hefir aldrei sigrað í risamótinu sjálfu. Par-3 keppnin hefir alltaf verið afslöppuð og hafa stórkylfingarnir á undanförnum árum haft ýmsa fjölskyldumeðlimi sína með sér, sem kylfusveina. Par-3 keppnin mun aftur verða haldin 2022. ________________________________ Hefð er fyrir því að veita þeim áhugamanni með lægsta skorið á Masters risamótinu verðlaun, þ.e.a.s þeim  áhugamanni, sem kemst í gegnum niðurskurð og er með lægsta skorið af áhugamönnunum, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lára V. Júlíusdóttir – 13. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Lára Valgerður Júlíusdóttir. Lára er fædd 13. apríl 1951 og á því 70 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Láru til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Lára V. Júlíusdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charloette Cecilia Leitch, (f. 13. apríl 1891– d. 16. september 1977- Einn fremsti kvenkylfingur Breta); Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (92 ára); Sigurgeir Marteinsson, GK, 13. apríl 1949 (71 árs);  Jónína Ragnarsdóttir, 13. apríl 1953 (68 ára); Anna Laufey Sigurdardóttir, 13. apríl 1962 (59 ára); Davis Love III, 13. apríl 1964 (57 ára); Pelle Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2021 | 18:00

Masters 2021: Champions Dinner – Matseðill Dustin Johnson

Ár hvert halda sigurvegarar frá því árinu áður á Masters öllum sigurvegurum Masters veislu og bjóða í mat, svokallaðan „Champions Dinner.“ Hugmyndin að baki „The Champions Dinner“ er einföld: Sigurvegarar The Masters eru lokaður hópur manna, sem saman kemur á hverju þriðjudagskvöldi fyrir The Masters til þess að bjóða sigurvegara síðasta árs velkominn í klúbbinn. Klúbburinn er opinberlega þekktur sem „The Masters Club“ en óopinberlega gengur samkundan undir nafninu „Champions Dinner.“ „The Champions Dinner“ fór fram þriðjudaginn fyrir nákvæmlega viku og var bandaríska kylfingnum  Dustin Johnson (DJ) , sigurvegara The Masters 2020, formlega boðin innganga í klúbbinn. Það kom því í hlut DJ  þetta árið að halda matarboðið fræga. Matseðill Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðný Jónsdóttir og Harry Higgs – 12. apríl 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru Guðný Jónsdóttir og Harry Higgs. Guðný er fædd 12. apríl 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hennar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Guðný Jónsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Harry Higgs er fæddur 12. apríl 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Higgs með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristjana Andrésdóttir, 12. apríl 1957 (62 ára); Guðrún Björg Egilsdóttir; 12. apríl 1963 (56 ára); Donna Andrews, 12. april 1967 (52 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2021 | 22:00

Matsuyama sigurvegari Masters 2021

Það var Hideki Matsuyama, sem stóð uppi sem sigurvegari á Masters risamótinu, sem fram fór í þetta sinn 8.-11. apríl á Augusta National. Hann er fyrsti Japaninn til þess að sigra Masters risatitilinn og þetta er jafnframt fyrsti risatitill hans. Sigurskor Matsuyama var 10 undir pari (69 71 65 73). Í 2. sæti varð bandríski kylfingurinn Will Zalatoris á samtals 9 undir pari og 3. sætinu deildu þeir Jordan Spieth og Xander Schauffele á samtals 7 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Masters 2021 með því að SMELLA HÉR: