Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og einn besti markvörður landsins í handboltanum. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Leirunni 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (15/2021)

Hér eru nokkrir gamlir, góðir á ensku (suma ekki hægt að þýða): Golf is enjoyable like Eggs: Golf balls are like eggs. They’re white, sold by the dozen, and a week later you have to buy some more. Greens OK?: A guy on vacation finishes his round, goes into the clubhouse. The head pro says, “did you have a good time out there?” The man replied “fabulous, thank you.” “You’re welcome,” said the pro. “How did you find the greens?” Said the man: “Easy. I just walked to the end of the fairways and there they were. Drowning your sorrows: After a particularly poor round, a golfer spotted a lake as he Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sverrir Haraldsson –— 10. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Sverrir Haraldsson. Sverrir er fæddur 10. apríl 1951 og á því 70 ára merkisafmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Sverri til hamingju með afmælið Sverrir Haraldsson – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hafliði Þórsson, 10. apríl 1949 (72 ára); ; Miguel Fernández, argentínskur, 10. apríl 1962 (59 ára); Patrice Mourier, franskur 10. apríl 1962 (59 ára); Elín Illugadóttir, 10. apríl 1967 (54 ára); Þórður Þórðarson, 10. apríl 1972 (49 ára); Grindavíkurbær – Góður Bær, 10. apríl 1974 (47 ára); Mjallarföt Íslensk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2021 | 12:00

GA: Magnús Birgisson ráðinn í stöðu þjálfara

Magnús Birgisson hefur verið ráðinn í starf þjálfara hjá GA í sumar, þar sem hann mun starfa með þeim Heiðari og Stefaníu. (Mynd af þeim þremur er í aðalmyndaglugga). Magnús, sem er einn besti golfkennari Íslands bjó á Akureyri í 10 ár og varð m.a. klúbbmeistari GA árið 1983. Móðir Magnúsar er Inga Magnúsdóttir, sem varð klúbbmeistari kvenna hjá GA 10 ár í röð frá 1979-1988. GA horfir með tilkomu Magnúsar á að auka þjónustu á öllum sviðum þjálfunar, þar sem m.a. verður lögð enn meiri áhersla á metnaðarfullt barna- og unglingastarf og að bjóða félögum GA á öllum getustigum upp á aukið framboð af námskeiðum. Magnús starfar hjá GA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Valgerður Pálsdóttir –– 9. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Valgerður Pálsdóttir. Valgerður er fædd 9. apríl 1961 og fagnar því 60 ára merkisfmæli!!! Valgerður Pálsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Ballesteros, 9. apríl 1957 (hefði orðið 64 ára í dag); Þórunn Einarsdóttir, 9. apríl 1959 (62 ára); Helen Cristine Alfredson, 9. apríl 1965 (56 ára); Ingibjörg Birgisdóttir, 9. apríl 1966 (55 ára); Hörður Hinrik Arnarson, GK, 9. apríl 1967 (54 ára); Ólöf María Einarsdóttir, 9. apríl 1999 (22 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2021

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Margrét er gift Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Suzann er í dag, nr. 982 á Rolex-heimslista kvenna og hefir hæst náð að vera í 2. sæti 2011 og 2013, en tókst aldrei að vera nr. 1. Bara nokkuð gott fyrir konu, sem hætt er að keppa, en hún dró sig úr atvinnugolfinu árið 2019, til að geta sinnt manni sínum og barni – Sjá má eldri frétt Golf 1 um giftingu Suzann og barneign með þv að  SMELLA HÉR:  Suzann var þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundaði mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2021 | 10:00

Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnumaður í golfi úr GL hefir ákveðið að segja skilið við atvinnumennskuna í golfi. Valdís Þóra, sem hefir þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik (2009, 2012 og 2017) og einu sinni Íslandsmeistari í holukeppni (2010), hefir á undaförnum misserum spilað á sterkustu kvenmótaröð í Evrópu, Ladies European Tour (skammst. LET). Besti árangur Valdísar á LET er 3. sætið en í því lenti hún tvívegis. Hún varð einnig fyrst íslenskra kylfinga til þess að komast á Opna bandaríska kvenmeistaramótið (árið 2017). Í dag starfar Valdís Þóra sem afreksstjóri hjá Golfklúbbnum Leyni. Hér er aðeins tæpt á nokkrum atriðum í yfirgripsmiklum ferli Valdísar Þóru. Valdís Þóra sendi frá sér yfirlýsingu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dóra Henriksdóttir – 6. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Dóra Henriksdóttir. Dóra fæddist 6. apríl 1966 í Póllandi. Hún er í GVG þ.e. Golfklúbbnum Vestarr á Grundarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska til hamingju með afmælið hér að neðan Dora Henriksdottir F. 6. apríl 1966 (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Árni Björn Guðjónsson, 6. apríl 1949 (72 ára); Bogi Agustsson, 6. apríl 1952 (69 ára); Mike Schuchart, 6. apríl 1962 (59 ára); Robert Rock, 6. apríl 1977 (44 ára); Tanya Dergal, 6. apríl 1984 (37 ára), Victor Riu, 6. apríl 1985 (36 ára)…. og …. Golf 1 óskar öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976.  Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eiga því 45 ára afmæli í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Opna Golfbúðarmótinu á Svarfhólsvelli á Selfossi, 27. ágúst 2011 (71 högg) og Opna Vetrarmótinu í Leirunni 19. nóvember 2011 (70 Lesa meira