Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2021 | 10:00

Tiger fjarlægði golfvöll

Tiger Woods virðist hafa rifið upp golfvöllinn í garðinum á 40 milljón punda eign sinni við stórhýsi sitt í Flórída.

Loftmynd, sem hefir verið dreifð víða á Twitter sýnir gróðursárið á  lúxusfasteign hans.

Það gæti verið að Tiger, sem er nú að jafna sig eftir bílsslys, sem hann varð lenti í, í febrúar, sé að leggja nýjar grasþökur á brautina.

Ástæðan á bak við ákvörðun hans er þó ókunn.

Glæsifasteign Woods státar m.a. af fjögurra holu golfvelli, ásamt 30 m sundlaug, tennisvelli og körfuboltasvæði.