Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2021 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð í 57. sæti í Tékklandi

Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu var Kaskáda Golf Challenge.

Það fór fram dagana 1.-4. júní 2021 í Kaskáda Golf Resort, Brno, í Tékklandi.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var meðal keppenda og lauk keppni í 57. sæti.

Skor Guðmundar Ágúst var 2 yfir pari, 286 högg (68 69 76 73).

Sigurvegari varð Þjóðverjinn Marcel Schneider á samtals 16 undir pari, 268 högg (65 65 71 67)

Sjá má lokastöðuna á Kaskáda Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: