Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 21:00

Evróputúrinn: Min Woo Lee sigraði á Opna skoska

Það var Min Woo Lee frá Ástralíu, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna skoska, sem var mót vikunnar á Evróputúrnum. Opna skoska eða abrdn Scottish Open fór fram dagana 8.-11. júlí og lauk fyrr í dag. Mótsstaður var The Renaissance Club, North Berwick, í Skotlandi. Sjá má lokastöðuna á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 20:00

GKG: Anna Júlía Ingólfsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fór fram dagana 4.-10. júlí sl. Þátttakendur, sem luku keppni voru 441 og kepptu í 26 flokkum. Meistaramót GKG er næstfjölmennasta meistaramót Íslands. Klúbbmeistarar GKG 2021 eru þau Anna Júlía Ingólfsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson. Spennan var mikil í mörgu flokkum, t.a.m var ekki ljóst hver væri klúbbmeistari karla fyrr en eftir bráðabana, en þeir Sigurður Arnar, sem sigraði var efstur og jafn ásamt Sigmundi Einari Mássyni eftir 72 holu hefðbundinn leik. Báðir léku þeir á 9 yfir pari, s.s. sjá má nánar hér að neðan. Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan:  Meistaraflokkur karla (29) T1 Sigurður Arnar Garðarsson +9. 293 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 18:00

GR: Berglind og Andri Þór klúbbmeistarar 2021

Meistaramóti GR 2021 (fór fram dagana 4.-10. júlí) og lauk með heppnuðu lokahófi á 2. hæð Korpunnar (að kvöldi 10. júlí), nýir klúbbmeistarar voru krýndir fyrir troðfullu húsi og urðu sigurvegarar mótsins þau Andri Þór Björnsson og Berglind Björnsdóttir. Keppni var spennandi fram á síðustu holu í karlaflokknum en Andri Þór lauk leik á samtals -4. Í kvennaflokki leiddi Berglind alla dagana og lauk hún leik á samtals +5.  Golf 1 óskar nýkrýndum klúbbmeisturum innilega til hamingju með titilinn. Þátttakendur í meistaramóti GR  í ár, sem luku keppni voru 541 og kepptu þeir í 29 flokkum. Meistaramót GR er með langmesta þátttakendur allra meistaramóta á landinu. Helstu úrslit í flokkunum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ella María Gunnarsdóttir – 11. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Ella María Gunnarsdóttir. Ella María er fædd 11. júlí 1975 og því 46 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. átt sæti í kvennanefnd klúbbsins. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Ellu Maríu með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þuríður Sigmundsdóttir, GÓ, 11. júlí 1962 (59 ára); Ella María Gunnarsdóttir, 11. júlí 1975 (46 ára);  Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (43 ára); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (39 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (37 ára); Ísak Jasonarson, GK, 11. júlí 1995 (26 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 14:00

GSG: Birta Dís og Óskar Marinó klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) fór fram 7.-10. júlí sl. Þátttakendur voru 49 og kepptu þeir í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GSG eru þau Birta Dís Jónsdóttir og Óskar Marinó Jónsson. Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Óskar Marinó Jónsson +12 300 högg (77 76 75 72) 2 Hlynur Jóhannsson +16 304 högg (74 75 81 74) 3 Davíð Jónsson +17 305 högg (70 79 78 78) 4 Atli Þór Karlsson +38 326 högg (77 86 86 77) 5 Svavar Grétarsson +38 326 högg (76 80 87 83) Meistaraflokkur kvenna 1 Birta Dís Jónsdóttir +34 250 högg (86 85 79) 2 Milena Medic +78 294 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 12:00

Kvennalandsliðið endaði í 12. sæti á Evrópumeistaramóti í liðakeppni – England Evrópumeistari

Kvennalandslið Íslands í golfi endaði í 12. sæti á Evrópumeistaramóti í liðakeppni Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér: Kvennalandslið Íslands keppti í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni 2021 dagana 6. – 10. júlí 2021. Ísland endaði í 12. sæti af alls 19 liðum. England fagnaði Evrópumeistaratitlinum eftir úrslitaleik gegn Svíum – Ítalía varð í þriðja sæti . Mótið fór fram á Norður-Írlandi á hinum sögufræga Royal County Down GC á Norður-Írlandi. Þjálfari liðsins var Karl Ómar Karlsson og María Kristín Valgeirsdóttir var sjúkraþjálfari liðsins. Keppni hófst 6. júlí og lokakeppnisdagurinn fór fram 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 11:00

Karlalandsliðið varð í 13. sæti í Evrópumeistaramótinu í liðkeppni – Danir Evrópumeistarar

Karlalandslið Íslands keppti í efstu deild á Evrópumeistaramóti í liðakeppni 2021 dagana 6. – 10. júlí 2021. Keppt var á PGA Catalunya vellinum á Spáni rétt utan við borgina Barcelona. Heiðar Davíð Bragason var þjálfari liðsins í þessari ferð og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari var einnig með í för. Upplýsingar um rástíma, skor og úrslit má nálgast hér: Keppni hófst 6. júlí og lokakeppnisdagurinn var 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin telja hjá hverju liði. Átta efstu liðin léku til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í holukeppni sem tók við af höggleiknum. Liðin í sætum nr. 9 -13 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 10:00

Stúlknalandsliðið endaði í 16. sæti á EM í liðakeppni

Stúlknalandslið Íslands keppti Evrópumeistaramótinu í liðakeppni sem fram fór á Montado Golf Resort í Portúgal dagana 6.-10. júlí en um var að ræða keppni í efstu deild. Spánverjar fögnuðu sigri eftir úrslitaleik gegn Frakklandi. Svíar enduðu í þriðja sæti eftir úrslitaleik um þriðja sætið gegn Dönum. Ísland endaði í 16. sæti Lokastaðan: 1. Spánn 2. Frakkland 3. Svíþjóð 4. Danmörk 5. Tékkland 6. Ítalía 7. Portúgal 8. Holland 9. Slóvakía 10. Noregur 11. Rússland 12. Finnland 13. Pólland 14. Sviss 15. Belgía 16. Ísland Ísland endaði einnig í 16. sæti í höggleikskeppninni og lék Ísland í B-riðli um sæti 9-16. Finnar voru fyrstu mótherjar Íslands og hafði Finnland betur í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 09:00

Piltalandslið Íslands lauk keppni í 5. sæti á EM í liðakeppni

Piltalandslið Íslands keppti á Estonian G&CC í Eistlandi dagana 6.-10. júlí 2021, en um var að ræða keppni í næst efstu deild á Evrópumótinu í liðakeppni.Brynjar Eldon Geirsson var þjálfari liðsins í þessari ferð. Keppnin í Eistlandi hófst 7. júlí og lokadagurinn var 10. júlí. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur – 36 holur alls. Fimm bestu skorin töldu hjá hverju liði. Holukeppni tók síðan við af höggleiknum.Finnar og Norðmenn léku til úrslita þar sem að Finnar höfðu betur. Slóvenía hafði betur gegn Eistum í leiknum um þriðja sætið. Ísland endaði í 5. sæti eftir að hafa sigrað Belgíu og Slóvakíu í B-riðli þar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2021 | 08:00

GH: Birna Dögg og Karl Hannes klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur (GH) fór fram dagana 7.-10. júlí sl. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 31 og kepptu í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GH 2021 eru þau Birna Dögg Magnúsdóttir og Karl Hannes Sigurðsson. Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: 1. flokkur karla 1 Karl Hannes Sigurðsson +12 292 högg (71 72 73 76) 2 Unnar Þór Axelsson +21 301 högg (76 73 76 76) 3 Sigurður Hreinsson +25 305 högg (79 76 77 73) Kvennaflokkur 1 Birna Dögg Magnúsdóttir +32 172 högg (86 86) 2 Kristín Magnúsdóttir +45 185 högg (95 90) 3 Jóhanna Guðjónsdóttir +56 196 högg (97 99) 2. flokkur karla 1 Lesa meira