Björgvin er Íslandsmeistari 65+
Björgvin Þorsteinsson, úr Golfklúbbi Akureyrar, er Íslandsmeistari í flokki +65 ára og eldri í karlaflokki 2021. Björgvin lék á 231 höggi en Sæmundur Pálsson, GR, varð annar á 238 höggum og Sigurður Aðalsteinsson, GÖ, varð þriðji. Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fór fram dagana 15.-17. júlí í Vestmannaeyjum. Þeir, sem luku keppni í karlaflokki 65+ voru 31. Mikill áhugi var á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Guðrún Garðars Íslandsmeistari 65+
Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fór fram í Vestmannaeyjum dagana 15.-17. júlí. Mikill áhugi var á mótinu og komust ekki allir að í mótinu sem sóttust eftir því. Í flokki kvenna 65+ voru 9 keppendur. Guðrún Garðars úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði Íslandsmeistaratitilinn í flokki 65 ára og eldri en hún lék á samtals 272 höggum. Í öðru sæti varð Ágústa Dúa Jónsdóttir úr NK á 286 höggum og Rakel Kristjánsdóttir úr GL varð þriðja á 296 höggum. Sjá má öll úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Þórdís Íslandsmeistari 50+
Þórdís Geirsdóttir, Golfklúbbnum Keili, fagnaði sigri á Íslandsmóti eldri kylfinga í flokki 50 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum, dagana 15.-17. júlí 2021. Það var mikil spenna á lokaholunum en Þórdís tryggði sér sigurinn með því að vippa boltanum ofaní á lokaholunni, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, varð í öðru sæti á 248 höggum og Kristín Sigurbergsdóttir, GK, varð þriðja á 254 höggum. Mikill áhugi var á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því. Hér að neðan má sjá úrslit í kvennaflokki Íslandsmóts eldri kylfinga 50+: Heimild og mynd: GSÍ
Golfgrín á laugardegi (29/2021)
Tvö pör spila klassískan fjórmenning. Félagarnir í hvorri parstvennd fyrir sig skiptast á um að slá boltann. Karlinn í öðru liðinu nær draumaupphafshöggi sem klýfur par-4 brautina, sem þau eru að spila á og lendir á henni miðri. Kona mannsins slær boltann langt út í röffið. Karlinn nær fullkomnu „recovery“-höggi og boltinn lendir svo til upp við pinna. Konunni tekst samt að pútta 2 metra framhjá holunni. Maðurinn einpúttar tekur síðan boltann úr holunni og muldrar svekktur: „Við verðum að spila betur, þetta var bara skolli!“ Það fýkur í konuna hans, sem svarar: „Hvað ertu að segja mér það!? Ég þurfti aðeins tvö högg, en þú þrjú!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Páll Eyvindsson – 17. júlí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Páll Eyvindsson. Páll er fæddur 17. júlí 1954 og á því 67 ára afmæli í dag!!! Páll er í Golfklúbbi Ásatúns (GÁ). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (57 ára); Steven O´Hara, skoskur, 17. júlí 1980 (41 árs) ; Zane Scotland, 17. júlí 1982 (39 ára); Lizette Salas, 17. júlí 1989 (32 ára); Bílkó Smiðjuvegi (32 ára) …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Einarsson og Sóley Ragnarsdóttir – 16. júlí 2021
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Sandgerðis og Sóley Ragnarsdóttir. Guðmundur er fæddur 16. júlí 1951 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Guðmundi til hamingju Guðmundur Einarsson – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Sóley er fædd 16. júlí 1961 og á því 60 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sóley til hamingju Sóley Ragnarsdóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Þess mætti loks geta að á þessum degi fyrir 10 árum birtust fréttir Golf 1 í fyrsta skiptið á Facebook – Golf Lesa meira
Opna breska 2021: Oosthuizen í forystu e. 1. dag
Þá er elsta og virtasta risamót golfsins, Opna breska, hafið. Það er Louis Oosthuizen frá S-Afríku, sem leiðir eftir 1. dag. Hann lék 1. hring á Royal St. George´s golfvellinum á 6 undir pari. Tveir deila 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir; þ.e. Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Brian Harman. Fjórða sætinu deilir síðan hópur 6 kylfinga: Colin Morikawa, Mackenzie Hughes, Dylan Fritelli, Benjamin Herbert, Webb Simpson og Stewart Cink. Skyldi einhver þessara 9 kylfinga standa uppi sem sigurvegari í mótslok? Sjá má stöðuna á Opna breska eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Akureyrarmót 2021: Stefanía og Lárus Ingi klúbbmeistarar
Meistaramót Golfklúbbs Akureyrar (GA), þ.e. Akureyrarmótin fóru fram dagana 7.-14. júlí s.l. – þ.e. Akureyrarmótið sjálft 7.-10. júlí og Akureyrarmót barna fór síðan fram 12.-14. júlí í framhaldinu. Þátttakendur voru 143 og kepptu í 16 flokkum. Klúbbmeistarar GA 2021 eru þau Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og Lárus Ingi Antonsson. Nándarverðlaun á 3. degi: 4. hola Jón Steindór Árnason 19 cm 8. hola Kristín Lind Arnþórsdóttir 135 cm 11. hola Njáll Harðarson 181 cm 14. hola Jónas Jose Mellado 55 cm 18. hola Sigþór Haraldsson 110 cm Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla (10) 1 Lárus Ingi Antonsson -7 277 högg (71 70 66 70) 2 Örvar Lesa meira
GÍ: Karl Ingi og Sólveig sigruðu í Íslandssögumótinu
Íslandssögumótið sem er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn 10. júlí 2021. Spilað var á Tungudalsvelli á Ísafirði. 45 keppendur mættu til leiks og fóru leikar þannig: Karlaflokkur: 1. Karl Ingi Vilbergsson GÍ 75 högg 2. Jón Gunnar Shiransson GÍ 76 högg 3. Janusz Pawel Duszak GB 77 högg Kvennaflokkur 1. Sólvegi Pálsdóttir GÍ 87 högg 2. Bjarney Guðmundsdóttir GÍ 88 högg 3. Anna Guðrún Sigurðardóttir GÍ 93 högg Punktakeppni: 1. Kolfinna Einarsdóttir GÍ 49 punktar 2. Hjálmar Jakobsson GÍ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Óli Kristján Benediktsson – 15. júlí 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Óli Kristján Benediktsson. Óli Kristján er fæddur 15. júlí 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Hafnar í Hornafirði (GHH) og er klúbbmeistari GHH 2014 og jafnframt klúbbmeistari 2012, en varð í 3. sæti á meistaramótinu í, 2013. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Óli Kristján tekur hér við verðlaunum á meistaramóti GHH. Mynd: Í einkaeigu Óli Kristján Benediktsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Stephen Dodd, 15. júlí 1966 (55 ára); Andy Scheer, 15. júlí 1969 (52 ára), Stjörnustál Ehf , 15. Lesa meira










