Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2021 | 20:00

Unglingmótaröð GSÍ (3): Úrslit úr Jaðarsmótinu

Þriðja mót Unglingamótaraðar GSÍ, Jaðarsmótið fór fram hjá Golfklúbbi Akureyrar, dagana 16.-18. júlí sl. Þátttakendur voru 122 og kepptu í 7 flokkum. Sjá má öll úrslit með því að SMELLA HÉR:  Helstu úrslit í öllum flokkum eru eftirfarandi: Stelpur 14 ára og yngri (20) 1 Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS +19 161 högg (85 76) 1200 stig 2 Auður Bergrún Snorradóttir GA +19 161 högg (80 81) 840 stig 3 Eva Kristinsdóttir GM +21 163 högg (83 80) 660 stig Strákar 14 ára og yngri (30) 1 Markús Marelsson GK +3 145 högg (69 76) 1200 stig 2 Hjalti Jóhannsson GK +5 147 högg (70 77) 840 stig 3 Guðjón Frans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna er fædd 19. júlí 1942 og á því 79 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (57 ára); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (58 ára); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (26 ára); Einhleypir Síða Fyrir Ykkur … og … Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2021 | 07:00

Opna breska 2021: Collin Morikawa sigraði!

Það var hinn 24 ára bandaríski Collin Morikawa, sem sigraði á Opna breska! Louis Oosthuizen, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið endaði í 4. sæti ásamt Jon Rahm, en  Jordan Spieth landaði 2. sætinu. Sigurskor Morikawa var 15 undir pari, 265 högg (67 64 68 66) og átti hann heil 2 högg á Spieth. Morikawa er fæddur 6. febrúar 1997 og er þetta 5. atvinnumannstitill hans (allir á PGA Tour) og 2. risamótstitill, en Morikawa sigraði á PGA Championship í fyrra (2020). Sigrar Morikawa eru sögulegir því  báða risamótstitla sína vann hann í 1. tilraun, sem hann tekur þátt í viðkomandi risamóti. M.ö.o: Hann er sá eini sem sigrað hefir PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur (T-43) og Guðmundur Ágúst (T-55) luku keppni á Euram Bank Open í Austurríki

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt á Euram Bank Open, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, dagana 15. – 18. júlí 2021. Mótsstaður var GC Adamstal, Ramsau, í Austurríki. Haraldur Franklín lauk leik á samtals 5 undir pari, 275 höggum (67 70 68 70) og varð T-43. Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 277 höggum (65 72 74 66) og varð T-55. Sigurvegari mótsins var Wales-verjinn Stuart Manley, sem lék á samtals 18 undir pari (67 65 65 65) Sjá má lokastöðuna í Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 23:00

PGA: Power sigurvegari á Barbasol

Það var Írinn Seamus Power, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, Barbasol Championship. Hann varð að hafa fyrir sigrinum því hann var efstur og jafn JT Poston að loknu hefbundnu 72 holu spili og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Power vann ekki í bráðabananum fyrr en á 6. holu. Íslandsvinurinn indverski Anirban Lahiri og bandaríski kylfingurinn Sam Ryder deildu síðan 3. sætinu, á samtals 20 undir pari, hvor, 1 höggi frá því að koma sér í bráðabanann með þeim Power og Poston. Sjá má lokastöðuna á Barbasol Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 18:00

GKB: Brynhildur og Arnar Snær klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Kiðjabergs (GKB) fór fram dagana 15.-17. júlí sl. Þátttakendur voru 27 og kepptu þeir í 6 flokkum Arnar Snær Hákonarson er klúbbmeistari GKB í karlaflokki og Brynhildur Sigursteinsdóttir í kvennaflokki. Lokahringur meistaramótsins fór fram í blíðskaparveðri á Kiðjabergsvelli. Þau Arnar Snær og Brynhildur voru með forystu alla þrjá hringina. Úrslit: Meistaraflokkur karla (8) 1 Arnar Snær Hákonarson Golfklúbbur Kiðjabergs 77 75 77 = 229 2. Axel Ásgeirsson Golfklúbbur Kiðjabergs 79 77 78 = 234 3. Halldór Heiðar Halldórsson Golfklúbbur Kiðjabergs 80 83 79 = 242 4. Árni Gestsson Golfklúbbur Kiðjabergs 81 82 82 = 245 5. Haraldur Þórðarson Golfklúbbur Kiðjabergs 81 78 86 = 245 6. Andri Jón Sigurbjörnsson Golfklúbbur Kiðjabergs 80 85 81 = 246 7. Pálmi Þór Pálmason Golfklúbbur Kiðjabergs 84 86 84 = 254 8. Sveinn Snorri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sir Nick Faldo —– 18. júlí 2021

fmæliskylfingur dagsins er Nick Faldo. Faldo er fæddur 18.júlí 1957 og á því 64 ára afmæli í dag! Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1976 eða fyrir 44 árum og hefir á ferli sínum sigrað í 40 mótum þ.á.m. 6 risamótum og 9 sinnum á PGA og 30 sinnum á Evróputúrnum. Sigrarnir hans 30 gera hann að þeim kylfingi sem er í 5. sæti yfir þá sem oftast hafa sigrað á evrópsku mótaröðinni. Einkalíf kylfingsins frábæra er flókið en hann er mikill kvennamaður. Um það hefir greinarhöfundur áður birt eftirfarandi grein um aðlaða afmælisbarnið: Hann kynntist fyrstu eiginkonu sinni, Melanie Rockall, þegar hann var 21 árs. Þau giftu sig 1979, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 10:00

Áskorendamótaröðin 2021 (3): Úrslit

Þriðja mót Áskorendamótaraðar GSÍ fór fram hjá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík þann 17. júlí 2021. Þátttakendur voru 38 og kepptu í 8 flokkum. Helstu úrslit í öllum flokkum eru eftirfarandi: Hnátur 10 ára og yngri (1) 1 Elísabet Þóra Ólafsdóttir NK +32. 67 högg Hnokkar 10 ára og yngri (7) 1 Matthías Jörvi Jensson GKG +8 43 högg 2 Erik Valur Kjartansson GK +11 46 högg 3 Brynjar Morgan Brynjarsson GSS +15 50 högg Hnátur 12 ára og yngri (2) 1 Elva María Jónsdóttir GK +21 56 högg 2 Viktoría Vala Hrafnsdóttir GL +34 69 högg Hnokkar 12 ára og yngri (15) 1 Barri Björgvinsson GHD +10 45 högg 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 08:00

LET: Guðrún Brá varð T-50 á Gant Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK tók þátt í Gant Open, sem var mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET) dagana 15.-17. júlí. Mótið fór fram á Aura Golf í Finnlandi. Guðrún Brá lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (77 74 74); átti erfiða byrjun í mótinu, en komst síðan gegnum niðurskurð, sem er glæsilegt! Guðrún Brá deildi 50. sætinu með 4 öðrum kylfingum (varð T-50). Sigurvegari mótsins varð heimakonan Mathilda Carstren, sem er svo sannarlega að slá í gegn nú í ár. Carstren lék á samtals 5 undir pari (71 69 68). Sjá má lokastöðuna á Gant Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2021 | 23:59

Sigurbjörn er Íslandsmeistari 50+

Sigurbjörn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Fjallabyggðar er Íslandsmeistari í flokki 50 ára og eldri 2021. Sigurbjörn lék á 212 höggum eða 2 höggum yfir pari vallar á Vestmannaeyjavelli og var hann 6 höggum betri en Helgi Anton Eiríksson úr Golfklúbbnum Esju sem lék á 218 höggum. Tryggvi Valtýr Traustason úr Golfklúbbi Öndverðarness varð þriðji á 221 höggi. Keppendur í karlaflokki 50+, sem luku keppni voru 69. Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fór fram dagana 15.-17. júlí í Vestmannaeyjum. Mikill áhugi var á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: